Chuck (sjónvarpsþáttur) (4. þáttaröð)
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Chuck er bandarískur hasar- og gamanþáttur. Sýningar á fjórðu þáttaröðinni þáttaröðinni hófst þann 20. september 2010 og þeim lauk 16. maí 2011. Þættirnir voru 24 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd.
Aðalhlutverk
[breyta | breyta frumkóða]- Zachary Levi sem Charles "Chuck" Bartowski, CIA-fulltrúi
- Yvonne Strahovski sem Sarah Walker, CIA-fulltrúi
- Joshua Gomez sem Morgan Grimes, CIA-fulltrúi
- Ryan McPartlin sem Dr. Devon "Captain Awesome" Woodcomb
- Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker
- Vik Sahay sem Lester Patel
- Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes
- Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi
- Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor "Ellie" Woodcomb
- Adam Baldwin sem John Casey ofursti, NSA-fulltrúi
Aukahlutverk
[breyta | breyta frumkóða]- Mekenna Melvin sem Alex McHugh
- Linda Hamilton sem Mary Bartowski/Frost
- Timothy Dalton sem Alexei Volkoff/Hartley Winterbottom
- Lauren Cohan sem Vivian Volkoff
- Robin Givens sem Jane Bently, NCS-forstjóri
- Ray Wise sem Riley
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
Chuck Versus the Anniversary | 20. september 2010 | 55 – 401 | ||
Chuck fær Morgan að hjálpa sér að finna móður sína. Á meðan rannsaka Sarah og Casey rússneska vopnasalan Alexei Volkoff. Ellie kemst að því að hún sé ófrísk. Chuck kemst að því að móðir hans er fangi Volkoffs og gengur aftur í CIA til að finna hana. Bandaríska ríkisstjórnin hefur gert Buy More að njósnastöð. Olivia Munn leikur fyrstu Gretuna. Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Suitcase | 27. september 2010 | 56 – 402 | ||
Chuck og Sarah eiga fara til Mílanó til að ná hátæknibyssukúlum af Volkoff-fulltrúanum Sofiu Stepanova (Karolína Kurková) sem dulbýr sig sem ofurfyrirsæta. Á meðan eiga Morgan og Casey að finna Jeff og Lester aftur til að viðhalda dulargervi Buy more-verslunarinnar. Isaiah Mustafa leikur nýju Gretuna. Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Gail Mancuso | ||||
Chuck Versus the Cubic Z | 4. október 2010 | 57 – 403 | ||
Chuck og Sarah eru í sambandskrísu og þurfa líka að kljást við gamla óvini: Hugo Panzer (Steve Austin) og Heather Chandler (Nicole Richie). Fyrsta verkefni Morgans sem verslunarstjóri Buy More er að sjá um að hafa nóg af eintökum af vinsælum tölvuleik svo að aðdáendurnir brjálist ekki. Stacy Kiebler leikur nýju Gretuna. Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Norman Buckley | ||||
Chuck Versus the Coup d'Etat | 11. október 2010 | 58 – 404 | ||
Alejandro Goya hershöfðingi býður Devon, Ellie, Chuck og Söruh að koma í heimsókn til Costa Gravas en því miður verður bylting og Goya er steypt af stóli af eiginkonunni sinni. Á meðan byrjar Morgan samband með Alex McHugh, dóttur Caseys. Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Couch Lock | 18. október 2010 | 59 – 405 | ||
Þegar gamalt teymi Caseys á að hafa tengsl við Volkoff þarf Casey að gera upp jarðarförina sína til að lokka þá til sín. Morgan reynir hvað hann getur að segja Casey frá sér og Alex. Höfundur: Henry Alonso Myers, Leikstjóri: Michael Schlutz | ||||
Chuck Versus the Aisle of Terror | 25. október 2010 | 60 – 406 | ||
Móðir Chucks hefur samband við hann og biður hann að hjálpa sér að ná Volkoff-vísindamanninum Dr. Stanley Wheelwright (Robert Englund) sem hefur búið til óttagas. Morgan undirbýr Buy More fyrir hrekkjavökuna. Höfundur: Craig DiGregorio, Leikstjóri: John Scott | ||||
Chuck Versus the First Fight | 1. nóvember 2010 | 61 – 407 | ||
Til að sanna sakleysi móður sinnar þarf Chuck að hitta MI6-njósnarann Gregory Tuttle. Á meðan er Morgan fúll út í Casey fyrir að ljúga að sér. Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Allan Kroeker | ||||
Chuck Versus the Fear of Death | 15. nóvember 2010 | 62 – 408 | ||
Eftir að Mary bældi niður Intersect-tölvuna í Chuck ræður Beckman Jim Rye fulltrúa (Rob Riggle) til hjálpa Chuck virkja hana á ný og fer með hann í sendiför til að ná Adelbert de Smet (Richard Chamberlain), einnig þekktur sem "Belginn". Á meðan reyna Morgan og Casey að hindra Jeff og Lester að komast að sannleikanum um nýju Gretuna (Summer Glau). Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus Phase Three | 22. nóvember 2010 | 63 – 409 | ||
Belginn (Richard Chamberlain) hefur fangað Chuck og reynir að komast að leyndarmálinu um Intersect-tölvuna. Sarah gerir hvað sem hún getur til að ná Chuck aftur. Elli og Devon finna fartölvu sem Stephen Bartowski skildi eftir handa Ellie. Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Anton Cooper | ||||
Chuck Versus the Leftovers | 29. nóvember 2010 | 64 – 410 | ||
Mary snýr aftur til að vernda Chuck frá Volkoff en Chuck treystir henni ekki og lætur handtaka hana sem leiðir Volkoff til Buy More. Devon er áhyggjufullur yfir þráhyggju Elliear á fartölvu föður síns. Höfundur: Henry Alonso Myers, Leikstjóri: Zachary Levi | ||||
Chuck Versus the Balcony | 17. janúar 2011 | 65 – 411 | ||
Þegar Chuck og Sarah eiga að finna tölvukubb í vínekru í Frakklandi ákveður Chuck biðja Söruh að giftast sér. Á meðan biður Lester Big Mike að hjálpa sér með ástarlífið. Höfundur: Max Denby, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar | ||||
Chuck Versus the Gobbler | 24. janúar 2011 | 66 – 412 | ||
Sarah gengur í lið með Volkoff til að ná Mary aftur fyrir Chuck en þarf að frelsa einn manna Volkoffs, Yuri Gabrienko (þekktur sem Yuri the Gobbler), úr fangelsi. Á meðan rífast Ellie og Devon nöfn á barnið. Höfundur: Craig DiGregorio, Leikstjóri: Milan Cheylov | ||||
Chuck Versus the Push Mix | 31. janúar 2011 | 67 – 413 | ||
Chuck og Morgan ákveða ná Volkoff til að bjarga Söruh og Mary. Á meðan er Ellie við það að eiga og Devon stressast þegar hann finnur ekki geisladisk (The Push Mix) sem átti að spila við fæðinguna. Slasaður Casey neyðist til að eyða meiri tíma með dóttur sinni. Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Peter Lauer | ||||
Chuck Versus the Seduction Impossible | 7. febrúar 2011 | 68 – 414 | ||
Chuck, Sarah og Casey eiga ná ofurnjósnaranum Roan Montgomery (John Larroquette) aftur frá Fatimu Tazi (Lesley-Ann Brandt), sem er leiðtogi kvennamálaliða í Marokkó. Á meðan þarf Morgan að hitta móður Alex og Mary vill hjálpa Ellie sjá um Clöru. Höfundar: Chris Fedak & Kristin Newman, Leikstjóri: Patrick Norris | ||||
Chuck Versus the Cat Squad | 14. febrúar 2011 | 69 – 415 | ||
Chuck hefur samband við gamla teymið hennar Söruh - The C.A.T. Squad - svo að hann geti boðið einhverjum vinkonum hennar í trúlofunar veisluna en þegar gamall óvinur C.A.T. Squad, Augusto Gaez (Lou Diamond Phillips), snýr aftur þurfa þær að vinna aftur saman þrátt fyrir vantraust meðal Söruh og Zondru. Carina er einnig meðlimur C.A.T. Sqaud og vandræði myndast fyrir Morgan þegar hún hittir Alex. Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Paul Marks | ||||
Chuck Versus the Masquerade | 21. febrúar 2011 | 70 – 416 | ||
Chuck, Sarah og Casey þurfa að vernda unga breska aðalskonu, Vivian McArthur, frá mönnum Volkoffs. Jane Bently forstjóri NCS býður Casey að ganga í lið með sér. Morgan ákveður flytja úr íbúð hans og Chucks. Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Patrick Norris | ||||
Chuck Versus the First Bank of Evil | 28. febrúar 2011 | 71 – 417 | ||
Vivian reynist vera dóttir Volkoffs og Chuck og Sarah eiga að notfæra sér hana til að ná bankareikningi Volkoffs í Makau. Morgan reynir finna sér nýja íbúð og endar sem herbergisfélagi Caseys. Lögfræðingur Volkoffs vill að Vivian haldi áfram starfi föður hennar. Höfundar: Henry Alonso Myers & Craig DiGregorio, Leikstjóri: Frederick E.O. Toye | ||||
Chuck Versus the A-Team | 14. mars 2011 | 72 – 418 | ||
Síðastliðnar vikur hafa Chuck og Sarah ekki fengið nein verkefni frá Beckman. Ástæðan er NCS hefur stofnað nýtt Intersect-teymi sem Casey leiðir með Richard Noble (Isaiah Mustafa) og Victoriu Dunwoody (Stacy Kiebler). Chuck og Sarah ákveða að sanna sig svo að þau geta fengið verkefni á ný. Ellie vill fá fartölvu föður síns aftur. Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Kevin Bray | ||||
Chuck Versus the Muuurder | 21. mars 2011 | 73 – 419 | ||
Eftir að teymi Jane Bentley mistókst fær Chuck að velja fjóra CIA-fulltrúa til að verða næsti Intersect-fulltrúinn en þegar einhver byrjar að myrða fulltrúana einn á fætur öðrum þurfa Chuck, Sarah og Casey að finna morðingjann. Á meðan ræna LargeMart-starfsmennirnir Big Mike eftir að Jeff og Lester rændu Kevin Bacon - lukkugríslingi LargeMart. Höfundar: Alex Katsnelson & Kristin Newman, Leikstjóri: Allan Kroeker | ||||
Chuck Versus the Family Volkoff | 11. apríl 2011 | 74 – 420 | ||
Þegar Vivian Volkoff hefur ráðið launmorðingja til að myrða Chuck neyðist hann að fá aðstoð frá Alexei Volkoff. Mary hefur áhyggjur yfir framgangi Elliear á fartölvu Stephens Bartowski. Höfundar: Amanda Kate Shuman & Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Wedding Planner | 18. apríl 2011 | 75 – 421 | ||
Þegar að brúðkaupsskipuleggjari Chucks og Söruh rænir þau neyðist Sarah að leita til föður síns (Gary Cole). Casey hittir móður Alex sem taldi Casey vera dáinn. Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Anton Cooper | ||||
Chuck Versus Agent X | 2. maí 2011 | 76 – 422 | ||
Vivian heimtar að Riley finni Agent X og drepi hann til að enginn geti staðið upp á móti henni. Til að finna Agent X þarf Riley finna Orion-tölvuna sem er hjá Ellie. Á meðan halda Ellie og Devon gæsa- og steggjateiti fyrir Söruh og Chuck. Höfundar: Phil Klemmer & Craig DiGregorio, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill | ||||
Chuck Versus the Last Details | 9. maí 2011 | 77 – 423 | ||
Þegar að Vivian handsamar Mary fyrir að reyna að stela Norseman-tækinu verða Chuck, Sarah og Casey að ná henni aftur. Ellie fer yfir um þegar hún reynir að hanna fullkomið brúðkaup fyrir Chuck og Söruh og ræður Jeff og Lester til að búa til myndband um Chuck og Söruh. Höfundar: Henry Alonso Myers & Kristin Newman, Leikstjóri: Peter Lauer | ||||
Chuck Versus the Cliffhanger | 16. maí 2011 | 78 – 424 | ||
Þegar Vivian eitrar fyrir Söruh, neyðist Chuck vinna gegn CIA til bjarga lífi hennar. Eini maður sem getur bjargað henni er MI6-vísindamaðurinn Hartley Winterbotton - áður þekktur sem Alexei Volkoff... Höfundar: Chris Fedak & Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill |