Fara í innihald

Zachary Levi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zachary Levi
Upplýsingar
FæddurZachary Levy Pugh
29. september 1980 (1980-09-29) (43 ára)
Helstu hlutverk
Chuck Bartowski í Chuck

Zachary Levi (fæddur 29. september 1980) er bandarískur sjónvarpsleikari og er þekktur fyrir hlutverk sín sem Kipp Steadman í Less than Perfect og sem Chuck Bartowski í Chuck.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Levi fæddist sem Zachary Levi Pugh í Lake Charles í Loisiana og er miðjubarn en hann á tvær eldri systur. Sem barn ólst hann upp um allt landið áður en hann eignaðist varanlegt heimili í Ventura í Kaliforníu. Hann byrjaði að leika í leikhúsi 6 ára og lék aðalhlutverk í uppfærslum af Grease, The Outsiders, Oliver, The Wizard of Oz og Big River.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Levi lék aukahlutverk í sjónvarpsmyndinni Big Shot: Confessions of a Campus Bookie. Hann lék Kipp Steadman í gamanþáttunum Less Than Perfect. Hann lék einnig kærasta Jane, persónu Charismu Carpenter, í sjónvarpsmyndinni See Jane Date. Levi átti að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsþætti sem hét Three en þátturinn var aldrei sýndur.

Levi landaði hlutverki Chucks í samnefndri þáttaröð og var henni gefnir 13 þættir á NBC og var þátturinn frumsýndur 24. september 2007 og fékk fulla þáttaröð árið eftir.

Sumarið 2008 var Levi nefndur einn af „Top Thirty People Under Thirty“.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Lítt þekkt staðreynt um Levi er að hann er trúaður kristinn maður. Þrátt fyrir frama-nafn hans er hann ekki gyðingur. Levi var einu sinni með kanadísku leikkonunni Missy Peregrym. Hann er núna með söngkonunni Caitlin Crosby.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Untitled Sisqo Project (2001)
 • Big Shot: Confessions of a Campus Bookie (2002) (sjónvarpsmynd) - Adam
 • Less Than Perfect (2002-2006) (sjónvarpsþættir) - Kipp Steadman
 • See Jane Date (2003) (sjónvarpsþættir) - Grant Asher
 • The Division (2004) - Todd in "The Box"
 • Curb Your Enthusiasm (2004) - Bellman in "Opening Night"
 • Reel Guerrillas (2005) - Evon Schwarz
 • Big Momma's House 2 (2006) - Kevin
 • Spiral (2007) - Berkeley
 • Ctrl Z (2007) - Ben Pillar
 • Chuck (2007-2012) (sjónvarpsþættir) - Chuck Bartowski
 • Wieners(2008) - Ben
 • The Tiffany Problem (2008) - Zac
 • An American Carol (2008) - Lab Tech #1
 • Shades of Ray (2008) - Ray Rehman
 • Stuntmen (2009) - Troy Ratowski
 • Alvin and the Chipmunks: The Squeakuel (2009) - Toby Seville
 • Tangled (2010) - Flynn Rider (raddsetning)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Zachary Levi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.