Chuck (sjónvarpsþáttur) (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Chuck er bandarískur hasar- og gamanþáttur. Sýningar á annari þáttaröðinni þáttaröðinni hófst þann 29. september 2008 og þeim lauk 27. apríl 2009. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd.

Aðalhlutverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Zachary Levi sem Charles "Chuck" Bartowski
 • Yvonne Strahovski sem Sarah Walker, CIA-fulltrúi
 • Joshua Gomez sem Morgan Grimes
 • Ryan McPartlin sem Dr. Devon "Captain Awesome" Woodcomb
 • Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker
 • Vik Sahay sem Lester Patel
 • Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes
 • Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor "Ellie" Bartowski
 • Adam Baldwin sem John Casey majór (seinna ofursti), NSA-fulltrúi

Aukahlutverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi
 • Tony Todd sem Langston Graham, forstjóri CIA
 • Tony Hale sem Emmett Milbarge
 • Jordana Brewster sem Dr. Jill Roberts/Sandstorm
 • Matthew Bomer sem Bryce Larkin
 • Scott Bakula sem Stephen J. Bartowski
 • Chevy Chase sem Ted Roark
 • Arnold Vosloo sem Vincent Smith
 • Jonathan Cake sem Cole Barker

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the First Date 29. september 2008 14 – 201

Chuck, Söruh, og Casey tekst að ná Cipher-tækinu, kjarnaörgjörvanum fyrir nýju Intersect-tölvuna, frá Fulcrum. Beckman hershöfðingi og Langston Graham upplýsa Chuck að sé frjáls frá njósnaheiminum. Til að fagna því biður Chuck Söruh út á stefnumót en á meðan er Casey beðinn að myrða Chuck til að koma í veg fyrir að óvinanjósnarar nái honum. En Fulcrum er ekki tilbúnir að gefast upp og stela Cipher-tækinu aftur.

Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Jason Ensler

Chuck Versus the Seduction 6. október 2008 15 – 202

Eftir að CIA fékk trójuhesta-Cipher sem sprengdi nýju Intersect-tölvuna, þurfa Chuck, Sarah og Casey að vinna með fræga njósnaranum og kvennabósanum Roan Montgomery (John Larroquette) til að tæla harðkvendið Söshu Banichek (Melinda Clarke) sem er með raunverulega cipher-tækið á sér. Á meðan leitar Devon til Morgans fyrir ástarráð um Ellie.

Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Break-Up 13. október 2008 16 – 203

Bryce Larkin snýr aftur til að hjálpa Chuck, Söruh og Casey með verkefni og ástarþríhyrningurinn myndast á ný. Á meðan þurfa Morgan og Buy More-gengið að kljást við hrekkjusvín úr íþróttabúðinni.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Cougars 20. október 2008 17 – 204

Þegar Chuck kemst að því að fyrrverandi skólabróðir Söruh er vopnahönnuður neyðist Sarah að fara á endurkomuballið sitt og mæta óvinkonu sinni Heather Chandler (Nicole Richie). Á meðan reynir Lester að sanna hvað hann getur sem aðstoðarversulnarstjóri meðan Big Mike er í burtu.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus Tom Sawyer 27. október 2008 18 – 205

Þegar að hryðjuverkamaður leitar að Jeff neyðist Chuck að hanga með honum til komast að hvað hann vill. Í ljós kemur að Jeff var áður heimsmeistari í Missile Command-tölvuleiknum og er lykillinn í að koma í veg fyrir þriðju heimstyrjöldina. Big Mike ræður Emmett Milbarge sem aðstoðaverslunarstjóra sem reynir að komast að sannleikanum um Chuck.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Norman Buckley

Chuck Versus the Ex 10. nóvember 2008 19 – 206

Chuck neyðist að fara á stefnumót með fyrrverandi kærustuna sinni, Jill Roberts, þegar hann kemst að því að yfirmaður hennar er eltur af Fulcrum.

Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar

Chuck Versus the Fat Lady 17. nóvember 2008 20 – 207

Chuck neyðist að nota Jill til að ná lista um Fulcrum-njósnara en Jill treystir ekki Söruh með Chuck.

Höfundur: Matthew Lau, Leikstjóri: Jeffrey G. Hunt

Chuck Versus the Gravitron 24. nóvember 2008 21 – 208

Sarah og Casey komast að því að Jill er Fulcrum-njósnari og Chuck verður að mæta henni til að fanga hana. Á meðan undirbýr Ellie þakkargjörðarmáltíð fyrir foreldra Devons en býður ekki Morgan.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Allison Liddi-Brown

Chuck Versus the Sensei 1. desember 2008 22 – 209

Þegar fyrrum lærimeistari Caseys reynir að fá Casey til að gangi í lið við Fulcrum kemur reiði Caseys Chuck í lífshættu. Á meðan þarf Ellie að kljást við foreldra Devons Woody (Bruce Boxleitner) og Hooney Woodcomb (Morgan Fairchild).

Höfundur: Anne Cofell Saunders, Leikstjóri: Jonas Pate

Chuck Versus the DeLorean 8. desember 2008 23 – 210

Chuck, Sarah, og Casey þurfa að vina með föður Söruh, Jack Burton (Gary Cole), sem er atvinnusvikahrappur og hefur platað hættulegan olíufursta í að "kaupa" af sér hótel. Á meðan kaupir Morgan hægfara og bilaðann DeLorean-bíl í staðinn fyrir að nota peninginn í íbúð fyrir sig og Önnu.

Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Ken Wittingham

Chuck Versus Santa Claus 15. desember 2008 24 – 211

Þegar að ökuníðingur klessir inn í Buy More á aðfangadag og tekur alla gíslingu (Ellie, Devon, Morgan, Lester, Jeff, Big Mike og Emmett) þurfa Chuck, Sarah og Casey að bjarga málunum án þess að koma upp gervin sín.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Third Dimension 2. febrúar 2009 25 – 212

Þegar reynt er að myrða bresku rokkstjörnuna Tyler Martin (Dominic Monaghan) þarf Chuck að passa hann en Martin vill frekar fara út að skemmta sér. Á meðan reyna Morgan, Lester og Jeff að vinna gullna baksviðsmiðann að tónleikum Martins.

- Þátturinn var sýndur í þrívídd.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Suburbs 16. febrúar 2009 26 – 213

Chuck og Sarah þurfa að þykjast vera hjón til að fanga dulbúinn Fulcrum-njósnara í friðsælu úthverfi. Þegar kona Big Mikes skilur við hann reyna Morgan, Jeff, Lester og Emmett að finna konu handa honum í gegnum spjallsíður svo þeir þurfa ekki að vinna meira.

- Chuck Versus the Best Friend átti að vera sýndur á undan en útsendingarröðin breyttist vegna útsendingar á ræðu forseta Bandaríkjanna.

Höfundur:Phil Klemmer, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar

Chuck Versus the Best Friend 23. febrúar 2009 27 – 214

Þegar Chuck kemst að því að nýi kærasti Önnu er tengdur við kínversku mafíuna, þarf Chuck að svíkja besta vin sinn, Morgan, til að hanga með Önnu og kærastanum hennar. Jeff og Lester bjóðast til að spila í brúðkaupi Elliear og Devons.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus Beefcake 2. mars 2009 28 – 215

Chuck, Sarah og Casey þurfa að vinna með breska Bond-lega njósnaranum Cole Barker (Jonathan Cake). Málin flækjast þegar Cole reynir að heilla Söruh. Morgan ákveður að flytja frá móður sinni vegna ástarsambands hennar og Big Mike. Jeff og Lester reyna að ráða Buy More-skvísuna.

Höfundar: Matthew Miller & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Lethal Weapon 9. mars 2009 29 – 216

Eftir að Cole sleppur naumlega frá Fulcrum reyna þau að finna vísindamann að nafni Perseus sem Fulcrum vilja ná. Chuck kemst að því að Perseus hannaði Intersect-tölvuna og biður Chuck hann að hjálpa sér. Perseus segir Chuck að hann þurfi að finna Orion, manninn sem bjó til tölvuna.

Höfundar: Zev Borrow & Matthew Lau, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Predator 23. mars 2009 30 – 217

Þegar Orion hefur samband við Chuck og sendir honum hátæknifartölvu reynir Beckman að koma í veg fyrir að Chuck hitti Orion. Fulcrum reynir að nota Chuck til að ná Orion og Morgan, Big Mike, Jeff, Lester og Emmett reyna að hefna sín á Beverly Hills-Buy More.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Broken Heart 30. mars 2009 31 – 218

Beckman telur Söruh ekki hæfa til að vernda Chuck og ræður CIA-fulltrúann Alex Forest (Tricia Helfer) í hennar stað. Á meðan þarf Chuck að skipuleggja steggjateiti fyrir Devon sem endar illa. Á meðan reynir Sarah að finna föður Chucks.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Kevin Bray

Chuck Versus the Dream Job 6. apríl 2009 32 – 219

Sarah fer með Chuck til að hitta föður sinn, Stephen J. Bartowski, og reyna þau að fá hann til fylgja Ellie að altarinu í brúðkaupinu. Chuck þarf að sækja um starf hjá Roark Industries þegar hann kemst að því að Ted Roark gæti verið tengdur við Fulcrum. Chuck kemst að því að faðir hans er Orion og reynir hann að losa Intersect-tölvuna úr Chuck en Ted Roark og fulcrum fanga hann og neyða hann byggja Intersect-tölvu.

Höfundar: Phil Klemmer & Cory Nickerson, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the First Kill 13. apríl 2009 33 – 220

Til að bjarga föður sínum frá Fulcrum neyðist Chuck að vinna með Jill sem gæti vitað hvar hann er. Á meðan platar Emmett Morgan að hjálpa sér að stela starfi Big Mike sem verslunarstjóri.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Norman Buckley

Chuck Versus the Colonel 20. apríl 2009 34 – 221

Eftir að Sarah flýr burt með Chuck til að finna föður hans er Casey hækkaður í tign sem ofursti og skipað að finna Chuck og Söruh dauð eða lifandi. Morgan reynir hvað hann getur til að hjálpa Big Mike og stendur loks gegn Emmett og hættir í Buy More. Stephen Bartowski tekst að hreinsa Intersect-tölvuna úr Chuck og Casey tekst að bjarga Chuck, Söruh og Stephen og eyða Fulcrum bækistöðinni. Chuck er nú frjáls maður og undirbýr sig fyrir brúðkaup Elliear.

Höfundur: Matthew Miller, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Ring 27. apríl 2009 35 – 222

Chuck hættir hjá Buy More og mætir í brúðkaup Elliear og Devons en Ted Roark er lifandi og hótar að drepa Ellie nema Chuck afhendir honum Intersect-tölvuna. Chuck, Sarah, Casey, Bryce, og Stephen Bartowski tekst að stöðva Roark og Fulcrum. En ný njósnasamtök drepa Bryce og reyna að ná nýju Intersect-tölvunni sem Chuck hleður í heilann á sér og kennir Chuck kung-fu...

Höfundar: Chris Fedak & Allison Adler, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill