CERN

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Samtök Evrópu að kjarnorkurannsóknum (franska: Organisation Européenne pour la Recherche Nucléaire, eða Centre Européen pour la Recherche Nucléaire, skammstafað CERN, framburður „SERN“) er evrópsk miðstöð rannsókna í kjarneðlisfræði, stofnuð 1954, staðsett á landamærum Frakklands og Sviss, skammt utan við Genf. Upphaflega voru aðildarlöndin 12 en eru nú 20. Fjöldi vísindamanna, sem þar starfa er um 6500.

CERN rekur samstæðu af tíu hröðlum, sem ýmist eru línuhraðlar eða hringhraðlar. Stærstir þeirra eru Stóri raf-/jáeindahraðllinn (e. Large Electron Positron collider, skammstafað LEP), sem er hringhraðall, 9 km í þvermál, og Stóri róteindahraðallinn (e. Super Proton Synchroton, skammstafað SPS), einnig stóri sterkeindahraðallinn (e. Large Hadron Collider, skammstafað LHC), 27 km að ummáli).

Þátttökuríki eftir stærð[breyta | breyta frumkóða]

Shiva's statue at CERN