Jive Records

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jive Records
MóðurfélagSony Music Entertainment
Stofnað1981; fyrir 43 árum (1981)[1]
StofnandiClive Calder
Lagt niður2011; fyrir 13 árum (2011)
StaðaÓvirkt
DreifiaðiliLegacy Recordings (endurútgáfur)
StefnurMismunandi
LandBandaríkin
Höfuðstöðvar

Jive Records (seinna stílað sem JIVE Records) var bresk-bandarísk sjálfstæð tónlistarútgáfa stofnuð af Clive Calder árið 1981 sem undirdeild Zomba Group. Fyrirtækið rak skrifstofur í New York og Chicago. Jive var best þekkt fyrir hipphopp, R&B, og dans tónlist á 9. og 10. áratugnum, og fyrir unglingapopp og strákahljómsveitir á 10. áratugnum og í upphafi 21. aldar.

Jive var keypt af Bertelsmann Music Group árið 2002.[2] Árið 2008 var BMG síðan keypt af Sony Music Entertainment.[3] Jive Records var þá undir Sony þar til að það var leyst upp árið 2011 og sameinað RCA Records.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Malan, Rian (25. júlí 2002). „The $3 Billion Man: Clive Calder“. Rolling Stone. 901. árgangur. bls. 26, 28.
  2. Brandle, Lars; Christman, Ed; Spahr, Wolfgang (5. apríl 2003). „BMG 2002 Profits Up; Zomba Cuts Begin“. Billboard. bls. 7.
  3. Kreps, Daniel (2. október 2008). „Sony Buys Out Bertelsmann, Ending Sony BMG“. Rolling Stone.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.