Belle Époque

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bal du moulin de la Galette, málverk eftir Auguste Renoir frá 1876.

La Belle Époque (franska: „fagra tímabilið“) er tímabil í sögu Evrópu, einkum á meginlandinu, sem er almennt talið hefjast um 1871 til 1880 og lýkur með fyrri heimsstyrjöld 1914. Tímabilið einkenndist af bjartsýni, tiltölulega stöðugum friði í Vestur-Evrópu og Mið-Evrópu, hagsæld, útþenslu nýlendnanna og framförum í tækni, vísindum og menningu. París og Vínarborg urðu miðstöðvar listsköpunar í Evrópu, hvort sem var í bókmenntum, tónlist, myndlist eða sviðslistum.

Heitið Belle Époque kom fram skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í fortíðarþrá eftir heimi sem hefði horfið með styrjöldinni. Smám saman fékk hugtakið á sig merkingu horfinnar gullaldar. Bandaríski sagnfræðingurinn Robert Roswell Palmer skrifaði að á þessum tíma hefði Evrópa náð hátindi hnattrænna áhrifa sinna.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.