B'Day
B'Day | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 31. ágúst 2006 | |||
Tekin upp | Apríl 2006 | |||
Hljóðver |
| |||
Stefna | R&B | |||
Lengd | 38:02 | |||
Útgefandi |
| |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Beyoncé | ||||
| ||||
Smáskífur af B'Day | ||||
|
B'Day er önnur breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var opinberlega gefin út 4. september 2006, á 25 ára afmælisdag sönkonunnar, af Columbia Records, Music World Entertainment og Sony Urban Music.
Upprunalega átti B'Day að koma út árið 2004 sem framhald af Dangerously in Love. En henni var frestað til að taka upp síðustu stúdóplötu Destiny's Child, Destiny Fulfilled, sem kom út árið 2004 og vegna þess að Beyoncé lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Dreamgirls sem kom út árið 2006. Á meðan Beyoncé var í fríi eftir að hafa leikið í Dreamgirls hafði hún samband við ýmsa upptökustjóra, leigði Sony Music Studios og káraði plötuna á innan við tveimur vikum. Textasmíði plötunnar var að mestu innáblásin af hlutverki Beyoncé í kvikmyndinni. Tónlistarstefna plötunnar er gætir áhrifa frá fönki frá áttunda og níundía áratug síðustu aldar og ballöðum til borgarsamtímatónlistar og hipphopps og R&B. Sem hluti af sýn Beyoncé fyrir plötuna var notast við lifandi hljóðfæri á upptöku á flestum lögum plötunnar.
Við útgáfu fékk platan almennt góða dóma frá tónlistargagnrýnendum, sem beindu mestu lofi sínu að hljóðgæðum hennar og söng Beyoncé. Platan var vinsæl og komst í efsta sæti á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum og seldist í yfir 541.000 eintökum fyrstu vikuna. Hún vann verðlaun sem Best Contemporary R&B Album á 49. Grammy-verðlaunahátíðinni, auk þess að vinna fjölda annarra verðlauna. B'Day Anthology Video Album, sem innihélt 13 tónlistarmyndbönd sem fylgdu lögum plötunnar, var gefin út samhliða lúxusútgáfu plötunnar í apríl 2007. B'Day hefur verið viðurkennd sem fimmföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Frá og með 2013 hefur hún selst í yfir átta milljónum eintaka um allan heim.
Af B'Day komu sex smáskífur. Sú fyrsta, „Déjà Vu“, komst hæst í fjórða sæti bandaríska Billboard Hot 100 vinsældarlistans. Önnur smáskífa plötunnar, „Ring the Alarm“, varð á þeim tíma sú smáskífa Beyoncé sem byrjaði hæst á vinsældarlista, en hún komst hæst í 11. sæti og endaði þar með röð hennar af smáskífum sem komust á topp tíu lista. „Irreplaceable“ varð fjórða smáskífa Beyoncé til að komast í efsta sæti á Billboard Hot 100, en „Beautiful Liar“ komst hæst í þriðja sæti. Báðar náðu þó góðum árangri á heimsvísu. „Get Me Bodied“ var eingöngu gefin út sem smáskífa í Bandaríkjunum en „Green Light“ var gefin út á alþjóðavettvangi. Hvorug þeirra náði sama árangri og fyrri smáskífur plötunnar. Til að kynna B'Day fór Beyoncé í annað tónleikaferðalag sitt sem sólóartisti, The Beyoncé Experience, árið 2007 og í kjölfarið var gefin út tónleikaplatan The Beyoncé Experience Live.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Lagalisti Norður-Amerísku útgáfu plötunnar:
- „Déjà Vu“ (ásamt Jay-Z) 4:00
- „Get Me Bodied“ 3:25
- „Suga Mama“ 3:26
- „Upgrade U“ (ásamt Jay-Z) 4:33
- „Ring the Alarm“ 3:23
- „Kitty Kat“ 3:56
- „Freakum Dress“ 3:20
- „Green Light“ 3:29
- „Irreplaceable“ 3:49
- „Resentment“ 4:40
- „Encore for the Fans“ (falið lag) 0:39
- „Listen“ (frá kvikmyndinni Dreamgirls) (falið lag) 3:38
- „Get Me Bodied“ (Extended Mix) (falið lag) 5:59
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „B'Day“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. maí 2023.