Fara í innihald

Ryþmablús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá R&B)

Ryþmablús eða taktur og tregi (e. rhythm and blues eða skammstafað sem R&B) er tónlistarstefna sem sameinar jazz, gospel og blús. Ryþmablús var þróað meðal blökkumanna í Bandaríkjunum. Tónlistarstefnan er upprunnin á fimmta áratugnum en hún hafði verið að þróast síðan á fjórða áratugnum.[1] [2] [3]

Markhópur ryþmablús var fyrst og fremst blökkumenn í Bandaríkjunum, en tónlistin hreif síðar kynslóðir af öllum kynþáttum og uppruna um nánast allan heim. Upphaflega var ryþmablús byggð af minni tónlistarmönnum sem bættu djassi, gospel og blús í lögin sín. Tónlist þeirra var undir sterkum áhrifum frá djass og "stökk tónlist" og ennfremur gospel og blökkumanna bebop. Á sjötta áratugnum fékk klassískt ryþmablús einkenni sitt með því að færa sig yfir á aðrar tónlistarstefnur, svo sem djass og rokk (rokk og ról) og má segja að það hafi verið þróað sem ákveðið viðskiptaform inn í sjálft rokkið. [1] [4]

Ryþmablús er sífellt að breytast og þróast og er enn vinsælt tjáningarform í menningu blökkumanna í Bandaríkjunum og samfélögum svarta nánast hvar sem er í heiminum. [4]

Uppruni nafnsins

[breyta | breyta frumkóða]

Ryþmablús heitið kom upp á fimmta áratugnum í staðin fyrir hugtakið kynþáttar tónlist, sem var talið niðrandi. Jerry Wexler bjó til hugtakið þegar hann var að vinna hjá Billboard Magazine. Á áttunda áratugnum var skammstöfunin R&B síðan nánast eingöngu notuð sem samheiti þessarar tónlistarstefnu. [4] [5] [6]

Flæði blökkumanna í Bandaríkjunum til Chicago, Detroit, New York, Los Angeles og víðar á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldarinnar skapaði nýja markaði fyrir djass, blús og sambærilega tónlist. Undanfari ryþmablús kom úr djass og blús heimum, sem voru að byrja að koma saman á fjórðaáratugnum. Söngvarinn og píanóleikarinn Leroy Carr var fyrstur af Delta blús söngvurum til að blanda jazz áhrifum og “urban” stíl inn í blúsinn. Frá byrjun fjórða áratugarins þar til að hann dó árið 1935, var hann einn af áhrifamestu manneskjunum í blúsheiminum. Louis Jordan var hins vegar mikilvægasti jazz tónlistamaðurinn í að þróa ryþmablús. Hann er sagður nánast hafa búið til "stökk blús." Eins og svo mikið af tónlist frá fimmta áratugnum, kom stökk blús úr “swing big” bandinu hans Count Basie. Jordan umbreytti “big bandinu” sínu Basie í lítinn hóp útsettra hljóðfæra, með glensi og gríni. Jordan réð ríkjum á topplistunum í tónlist snemma á fimmta áratugnum. Jordan tók upp sína tónlist hjá Decca útgáfufyrirtækinu. [7] [8] [9] [10]

Nýju ryþmablús flytjendur á fimmta áratugnum komu flestir frá nýjum sjálfstæðum útgáfufyrirtækjunum. Mikið af þessum fyrirtækjum voru staðsett í í New York og Los Angeles. Hvert fyrirtæki átti ákveðinn hlut í þróun ryþmablús hljóðsins. Útgáfufyrirtækið Savoy, var eitt af mikilvægustu sjálfstæðu fyrirtækjunum. Savoy var stofnað 1942 af Herman Lubinsky, frá Newark, New Jersey. Savoy var eitt af fáum útgáfufyrirtækjum sem sérhæfði sig í megin tónlistarstílum blökkumanna á fimmta áratugnum, bebop og ryþmablús. Los Angeles var á þessum árum miðstöð fyrir upptöku takts og blús. Fyrsta fræga ryþmablús lagið var "I wonder", sem var tekið upp af Private Cecil Gant í kjallarastúdíó og gefið út árið 1944 af Gilt Edge Records, sem var skammlíft útgáfufyrirtæki í Los Angeles. Þegar "I wonder" fór á topp Billboard vinsældarlistans, þá byrjaði fjöldi útgáfufyrirtækja að gefa út Leroy Carr-blús stíl sem Gant hafði gert vinsælann. Farsælast þeirra var Modern Records, sem náði bestum árangri með T-Bone Walker. Aladdin útgáfufyrirtækið gerði samning við Charles Brown, sem leiddi djass-poppið. Swingtime tók upp Lowell Fulson, sem setti saman “smooth” LA hljóð undir áhrifum frá T-Bone Walker gítar stílnum og Charles Brown söngvara og píanóleikara sem síðar þróaði sinn eigin byltingarkennda stíl. [7] [10] [9][8]


Tvö mikilvægustu sjálfstæðu útgáfufyrirtækin frá Los Angeles eftir heimstýrjöldina síðari voru Imperial og Specialty. Imperial var stofnað af framleiðandanum Lew Chudd árið 1945 og átti stóran þátt í uppbyggingu ryþmablús og breytti m.a. ásjónu þess þegar hann flutti hæfileika leit sína frá Los Angeles til New Orleans og gerði samning með Fats Domino. Domino hafði örlítið af þessum “smooth LA” stíl, en hann hafði einnig sterka orku eins og Big Joe Turner. Imperial gerði einnig samning við aðra New Orleans ryþmablús flytjendur eins og Smiley Lewis og Guitar Slim. Domino var einn af fyrstu ryþmablús listamönnum sem var undir áhrifum kántrý tónlistar hvítra manna. Tónlistar sagnfræðingar benda á hvíta söngvara eins og Elvis Presley og Carl Perkins sem frumkvöðla rokksins, en raunverulega voru það Domino og síðar Chuck Berry sem voru frumkvöðlarnir. Önnur Los Angeles útgáfufyrirtæki byrjuðu að leita til New Orleans eftir nýjum hæfileikaríkum listamönnum. Aladdin gerði samning við Shirley og Lee, sem áttu mörg fræg lög á sjötta áratugnum. Art Rupe frá Specialty KimiRecords útgáfufyrirtæknu í Los Angeles náði mestum árangri í New Orleans. Rupe, sem byrjaði hjá Specialty árið 1946, hafði þróað lítið útgáfufyrirtæki , sem upphaflega gerði samninga við stökk blús hljómsveitir eins og Joe Liggins og Honeydrippers, sem og fyrrum Swingtime listamanninn Percy Mayfield. Mayfield var söngvari sem fylgdi Los Angeles stílnum og hann er álitinn einn af bestu lagasmiðum þessarar aldar. Á sjötta áratugnum fór klassískt ryþmablús út fyrir sitt tónlistarsvið og yfir á aðrar tónlistarstefnur, svo sem djass og rokk og ról. Þetta var sterkur taktbundinn stíll sem flæddi yfir í hefðbundna blús tónlist sem á rætur að rekja til New Orleans. Fyrsta hljóðritun Mayfield fyrir Specialty kom út árið 1950 og var "Please Send Me Someone to Love." Specialty átti marga góða smelli eins og t.d. "The Things I Used to Do” með Guitar Slim (ásamt Ray Charles) sem kom út árið 1954. En mikilvægasti flytjandi þeirra var þó Little Richard. Richard hafði gert nokkur fræg lög fyrir Peacock útgáfufyrirtækið í Houston, sem var í eigu Don Robey, einn af fáum svörtu athafnamönnunum í ryþmablús. Með Specialty þróaði Richard nýjan öfgafullan stíl sem var kenndur við hann. Fyrsta smáskífa hans, "Tutti Frutti," kom út árið 1955, þetta lag var einn af mikilvægustu þáttum í sameiningu ryþmablús og rokksins. [7] [10] [9][8]

Árið 1947 stofnaði Ahmet Ertegun Atlantic Record í New York City, en hann var mikill djass aðdáandi og sonur tyrkneska diplómata. Þetta færði geirann mikið yfir til New York City. Árið 1953 kom Jerry Wexler inn í fyrirtækið og hann ásamt Ertegun léku lykilhlutverk í að koma ryþmablús á framfæri. Þeir kynntu til leiks margar af aðal söngkonum ryþmablús þess tíma eins og Ruth Brown og Lavern Baker. Þeir fengu líka Ray Charles í Atlantic, sem hafði verð að líkja eftir Charles Brown og hjálpuðu honum að finna nýja stefnu sem myndi seinna þróast í sál tónlist. Wexler og Ertegun unnu mjög náið með Clyde McPhatter og Chuck Willis sem báðir voru mikilvægir í árangri ryþmablús á sjötta áratugnum. King Records í Cincinnati, Ohio, the Chess og Vee Jay fyrirtæki í Chicago, og Duke/Peacock Records í Houston, Texas, léku einnig mikilvæg hlutverki í útbreiðslu ryþmablús. [7] [2] [9][8]

Einn af mikilvægustu eiginleikum ryþmablús kom fram þegar hópar byrjuðu að raddsetja í stíl sem varð þekktur sem doo-wop. Sonny Til og Orioles tóku forystu og nutu landshylli með ryþmablús smellinum "It's Too Soon To Know" árið 1948. Þegar rokkið varð vinsælt á sjötta áratugnum má segja að það hafi byrjað með hvítum söngvurum að syngja lög eftir ryþmablús flytjendur. Þá var lítill greinarmunur gerður á milli rokks og ryþmablús. Á þessum tímapunkti, voru topp ryþmablús flytjendur eins og Chuck Berry og Fats Domino taldir vera rokk stjörnur of voru af sama sess og hvítir tónlistarmenn á borð við Bill Haley og Elvis Presley. Það var svo ekki fyrr en með tilkomu Motown fyrirbærisins og Memphis sál hljóðinu á sjöunda áratugnum (hópar eins og Supremes, The Temptations, Aretha Franklin, Otis Redding) að aftur var hægt að greina stíl blökkumanna frá rokkinu með því að kalla það ryþmablús. [4]

Nútíma ryþmablús

[breyta | breyta frumkóða]

Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum komu fram nýir stílar af ryþmablús, þar á meðal fönk og diskó. Á níunda áratugnum vara hugtakið R&B skilgreint sem stíll samtíma blökkumanna í Bandaríkjunum og var um að ræða tónlist sem sameinaði þætti frá sál, fönk og popp tónlist, sem er upprunnin eftir diskó þemað fjaraði út. Á seinni hluta níunda áratugarins varð hip hop og rapp betur skilgreint og mörg lög notuði upptökur af klassískum ryþmablús lögum.

Michael Jackson gaf út plötuna Thriller árið 1982 og varð hún mest selda plata allra tíma. Þar mátti finna leifar af diskó tímabilinu sem hafði veruleg áhrif á nútíma ryþmablús tónlist. Aðrir söngvarar og sönghópar eins og Patti Labelle, Luther Vandross, Prince og New Edition tóku tónlistarheiminn yfir með þessum nýja stíl af ryþmablús. Gladys Knight, Melba Moore og Whitney Houston mótuðu einnig ryþmablús menninguna á níunda áratugnum, og sá stíll naut meiri vinsælda sem tónlistarhefð á tíunda áratugnum. Á þeim áratug tóku ryþmablús raularar eins og Keith Sweat, LeVert, Guy, Jodeci, BellBivDeVoe, ryþmablús ástarlög á annað stig. Fleiri listamenn eins og til dæmis Mariah Carey, Brian McKnight, TLC, R. Kelly, Mary J. Blige og Boyz II Men kveiktu einnig áhuga á ný á klassíkri sál tónlist og raddsettum lögum. Afleiðingin af þessari fjölbreyttu tegund af tónlist var sú að það spruttu upp fullt af nýjum undirstefnum eins og New Jack Swing, Hip-hop sál og ný sál. Ryþmablús er sífellt að breytast og mun halda áfram að þróast og vera vinsæll tjáningarmáti fyrir ameríska blökkumenn og samfélög blökkumanna víðast hvar í heiminum. [4]

  1. 1,0 1,1 Rhythm and blues. „rhythm and blues“ Geymt 16 nóvember 2012 í Wayback Machine, Dictionary.com. Sótt 2. mars 2012.
  2. 2,0 2,1 Charlie Gillett, Ed Ward „rhythm and blues“, Britannica Online Encyclopedia. Sótt 2. mars 2012.
  3. Ensk-íslensk Orðabók, (Örn og Örlygur, 1984) Sótt 9. mars 2012.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Mybrotha.Com Staff Writer. History of Rhythm and Blues “[óvirkur tengill], Mybrotha. Sótt 3. mars 2012.
  5. Mark Edward Nero. „ What is R&B Music? A Definition of the Genre “ Geymt 20 október 2011 í Wayback Machine, about.com / About.com. Sótt 4. mars 2012.
  6. Brief R&b History. „Brief R&b History“ Geymt 31 október 2012 í Wayback Machine, Credible Reviewa. Sótt 28. Feb 2012.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 Piero Scaruffi. „A brief history of Rhythm'n'Blues “, Scaruffi. Sótt 3. mars 2012.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Tad Richards. „ Rhythm and Blues “ Geymt 7 desember 2009 í Wayback Machine, Mybrotha. Sótt 4. mars 2012.
  9. 9,0 9,1 9,2 9,3 The Canadian Ecyclopedia of Music in Canada. Rhythm and Blues “[óvirkur tengill], The Canadian Ecyclopedia Geymt 27 ágúst 2008 í Wayback Machine. Sótt 4. mars 2012.
  10. 10,0 10,1 10,2 R&B History. „ Rhythm and Blues Music of the 1960s “ Geymt 7 mars 2012 í Wayback Machine, The 60s Official Site. Sótt 4. mars 2012.