Þríhjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nútíma þríhjól

Þríhjól er fótstigið farartæki með þremur hjólum. Þríhjól er notað af börnum jafnt sem fullorðnum vegna þess að slík hjól eru stöðugri en hefðbundin reiðhjól. Í Bandaríkjunum og Kanada nota eldri borgarar þríhjól til útivistar og hreyfingar og til að fara í verslunir. Í Asíu og Afríku eru þríhjól sem kallast pedicabs notuð til að ferja farþega. Þríhjól eru einnig notuð til að flytja vörur og varning. Mannknúin þríhjól eru fótstigin eða knúin með handafli. Vélknúin þríhjól geta verið með bensínvél eða rafknúin.

Handstýrður þríhjólastóll frá Stephan Farffler

Árið 1655 eða 1680 var smíðaður þríhjólastóll fyrir fatlaðan þýskan mann Stephan Farffler. Hann var áhugamaður um fuglaskoðun og hann gat búið til farartæki sem var handstýrt. Árið 1789 þróuðu Frakkarnir Blanchard og Maguier þríhjól.

Breskur uppfinningamaður Denis Johnson að nafni fékk árið 1818 einkaleyfi á þríhjólahönnun. Árið 1876 þróaði James Starley Coventry Lever þríhjól sem var handknúið og með tveimur litlum hjólum á hægri hlið og einu stóru á vinstri hlið. Árið 1877 þróaði Starley nýtt farartæki sem hann kallaði Coventry Rotary og var það með keðju. Þessi farartæki Starley's urðu til þess að þríhjól komust í tísku og árið 1879 voru tuttugu gerðir af hjólum með þremur hjólum eða fleiri og árið 1884 voru yfir 120 mismunandi gerðir framleiddar af 20 aðilum. Fyrsta þríhjólið með stýri að framan var framleitt í Leicester árið 1881 og kom á markað árið 1882 og kostaði þá 18 pund. Sama fyrirtæki framleiddi þá þríhjól sem hægt var að fella saman. Þríhjól voru notuð af hjólreiðafólki sem ekki átti gott með að nota reiðhjólin sem þá voru með risastórum hjólum svo sem konur í síðum flaksandi kjólum.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.