Fara í innihald

Alpasteingeit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alpasteingeit
alpasteingeitarhafur
alpasteingeitarhafur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Undirætt: Caprinae
Ættkvísl: Capra
Tegund:
C. ibex

Tvínefni
Capra ibex
(Linnaeus, 1758)

Alpasteingeit (Capra ibex) er undirtegund steingeitar sem lifir í Alpafjöllum. Búsvæði er í bröttum hlíðum nálægt snjólínu. Alpasteingeitur eru félagsdýr en kynin eru þó aðskilin nema á mökunartíma. Karldýrin eru stærri og með sveigð, stærri horn. Feldurinn er brúngrár og er hausinn styttri en á öðrum steingeitum. Lífaldur er allt að 19 ár.

Tegundin var í útrýmingarhættu eftir að hafa verið útrýmt af stórum svæðum á 19. öld. Eina búsvæðið var í Piemonte á Ítalíu og Gran Paradiso-þjóðgarðinum sem stofnaður var 1922. Frá þeim svæðum hefur tegundin verið flutt til annarra svæða í Ölpunum.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]