Aleksej Rykov
Aleksej Rykov Алексей Ры́ков | |
---|---|
Formaður þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna | |
Í embætti 2. febrúar 1924 – 19. desember 1930 | |
Forveri | Vladímír Lenín |
Eftirmaður | Vjatsjeslav Molotov |
Formaður þjóðfulltrúaráðs rússneska sovétlýðveldisins | |
Í embætti 2. febrúar 1924 – 18. maí 1929 | |
Forveri | Vladímír Lenín |
Eftirmaður | Sergej Syrtsov |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. febrúar 1881 Saratov, rússneska keisaradæminu |
Látinn | 15. mars 1938 (57 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum |
Dánarorsök | Tekinn af lífi af skotsveit |
Stjórnmálaflokkur | Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna (1918–1937) Bolsévikar (1903–1918) Sósíaldemókrataflokkur Rússlands (1898–1903) |
Börn | 1 |
Undirskrift |
Aleksej Ívanovítsj Rykov (25. feb. 1881 - 14. mars 1938) var rússneskur bolsévískur byltingarmaður sem varð þýðingamikil fígúra í augum Sovétmanna og einn af megin keppinautum Jósef Stalíns.
Rykov var innanríkisráðherra í fyrstu stjórn bolsévika og síðan formaður þjóðfulltrúaráðsins, eða forsætisráðherra, frá dauða Vladímírs Lenín árið 1924 til ársins 1930. Hann féll í ónáð eftir að hann mótmælti fyrirætlunum Stalíns um að samyrkjuvæða landbúnað Sovétríkjanna með valdi og var síðan rekinn úr Kommúnistaflokknum árið 1937.[1]
Rykov var meðal sakborninga í Moskvuréttarhöldunum árið 1938, þar sem pólitískir andstæðingar Stalíns voru sakaðir um ýmsa glæpi og dæmdir til dauða. Rykov var tekinn af lífi af skotsveit ásamt öðrum sakborningum.[2] Árið 1988 viðurkenndu sovésk stjórnvöld opinberlega að Rykov og hinir sakborningarnir hefðu verið saklausir og veittu þeim uppreisn æru.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Búkarín“. Morgunblaðið. 28. febrúar 1988. bls. 32-33.
- ↑ „Þegar Stalín drekkti andspyrnu í blóðbaði“. Morgunblaðið. 19. september 1980. bls. 12-13.
Fyrirrennari: Vladímír Lenín |
|
Eftirmaður: Sergej Syrtsov | |||
Fyrirrennari: Vladímír Lenín |
|
Eftirmaður: Vjatsjeslav Molotov |