Abies pindrow

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies pindrow í New York Botanical Garden
Abies pindrow í New York Botanical Garden
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. pindrow

Tvínefni
Abies pindrow
(Royle ex D.Don) Royle

Abies pindrow er þintegund ættuð úr vestur Himalaja og aðliggjandi fjöllum, frá norðaustur Afghanistan austur í gegn um norður Pakistan og Indland til mið Nepal. Hann vex í 2400 til 3700 metra hæð í skógum með Cedrus deodara, Pinus wallichiana og Picea smithiana, yfirleitt á svalari og rakari hlíðum á móti norðri.

Þetta er stórt sígrænt tré, að 40 til 60 metrum á hæð, og með stofnþvermál að 2 til 2,5 metrum. Hann er með keilulaga krónu með láréttum greinum.

Sprotarnir eru grábleikir til daufgulbrúnir, sléttir og hárlausirT. Barrið er nálarlaga, með því lengsta á nokkrum þin, 4 til 9 sm langt, tiltölulega flatt, gljáandi dökkgrænt að ofan, með tvær hvítleitar loftaugarásir að neðan; barrið er í spíral eftir sprotanum, en undið neðst svo það liggur flatt til beggja hliða á sprotanum. Könglarnir eru breið sívalir til sívalt- keilulaga 7 til 14 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, dökk purpuralitir á meðan þeir eru óþroskaðir, og sundrast við þroska til að losa fræin, 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun.

Hin skyldi Abies gamblei, (samnefni A. pindrow var. brevifolia, A. pindrow subsp. gamblei) er með svipaða útbreiðslu, en á nokkuð þurrari stöðum; hann er frábrugðinn með að vera með styttra barr (2 til 4 sm langt), með minna áberandi loftaugarásum og standa meir út frá sprotanum. Könglarnir eru mjög svipaðir.

Nýjustu rannsóknir hinsvegar hafa sýnt að Abies gamblei er ekkert sérstaklega skyldur Abies pindrow. Í vestur Himalajabúsvæðunum í Himalcal ríki í Indlandi sem voru skoðuð af teymi "Dendrological Atlas", í 3000 metra hæð, tók A. gamblei við af A. pindrow, án nokkurra milliforma (blendinga). Þau svæði eru t.d. Churdhar og efri Sangla Valley í 3000 til 3400 metra hæð þar sem tegundirnar eru útlitslega og vistfræðilega greinilega aðskildar. Eftir hæð, emur A. pindrow fyrir í 2000 til 3350 metra hæð (þó mest á milli 2400 og 3000 m) og Abies gamblei frá 3000 til 3500 metra hæð. Sumar tilvísanir um "Abies spectabilis" í 3700 metra hæð í vestur Himalaja eru liklega í raun Abies gamblei, en til að staðfesta þetta þarf nánari rannsóknir.[2]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Abies pindrow er notuð í litlum mæli fyrir timbur á heimaslóðum sínum. Hann er einstaka sinnum ræktaður til prýðis í stærri görðum í vestur Evrópu, en þarfnast hás raka og mikla úrkomu til að þrífast vel. Nafnið pindrow er dregið af heiti tegundarinnar á nepölsku.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Xiang, Q.; Carter, G.; Rushforth, K. (2013). Abies pindrow. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42294A2970337. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42294A2970337.en. Sótt 20. nóvember 2021.
  2. Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Kathy Musial (ritstjóri). Conifers Around the World (1st. útgáfa). DendroPress. bls. 1089. ISBN 9632190610.

Viðbótar lesning[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.