Fara í innihald

Himalajafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Himalaja)
Horft yfir Himalajafjöllin úr Alþjóðlegu geimstöðinni (útgáfa með útskýringum)

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu, sem liggur frá austri til vesturs og er hæsti fjallgarður heims. Þau aðskilja Indlandsskaga frá Tíbesku hásléttunni og ná yfir fimm lönd, Pakistan, Indland, Kína, Bútan og Nepal.

Himalajafellingin hóf að myndast fyrir um 40-50 milljónum ára þegar Indlandsflekinn, á hraðri ferð í norður, klessti upp í Evrasíuflekann. Fyrir um 40-37 milljónum ára hófst lokun Teþyshafsins norðan og austan við Indlandsflekann en upplyfting á Himalajafjöllunum hófst fyrir um 35-33 milljónum ára. Stór hluti lyftingar Himalajafjallanna hefur átt sér stað á síðustu 10 milljónum ára og lyftingin í dag er mikil, um 5-10 mm á ári, en Indlandsflekann rekur enn um 5 cm á ári til norðurs.

Myndun Himalajafjallanna hefur haft gífurleg áhrif á loftslag á jörðinni. Í Mið-Asíu hefur orðið til regnskuggi vegna þeirra og loftslag orðið þurrt meginlandsloftslag.

Fjöll yfir 8000 metra hæð

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.