Himalajagreni
Morinda Spruce Picea smithiana | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Himalajagreni í Royal Botanic Garden Edinburgh
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea smithiana (Wall.) Boiss. |
Himalajagreni, eða Picea smithiana[1] er grenitegund frá vestur Himalaja og aðliggjandi fjöllum, frá norðaustur Afghanistan, Indlandi til mið Nepal. Það vex í 2,400 til 3,600 metra hæð í skógum með Cedrus deodara, Pinus wallichiana og Abies pindrow.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Himalajagreni er stórt sígrænt tré, um 40 til 55 metra hátt (örsjaldan að 60 m), og með stofnþvermál að 1 til 2 metrum. Það er með keilulaga krónu með láréttum greinum og yfirleitt hangandi smágreinum.
Sprotarnir eru föl-gulbrúnir og hárlausir. Barrið er nálarlaga, það lengsta á öllum grenitegundum, 3 til 5 sm langt, tígullaga í þverskurði, græn með óáberandi loftaugarákir. Könglarnir eru breið sívalt-keilulaga, 9 til 16 sm langir og 3 sm breiðir, grænir fyrst, en verða daufbrúnir við þroska og opnast 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun; köngulhreistrið er stíft og ávalt.
Himalajagreni er vinsælt prýðistré í stórum görðum í vestur Evrópu vegna hangandi smágreinanna. Það er líka að nokkuð haft í skógrækt til timburs og pappírs framleiðslu, þó að það með hægari vöxt en rauðgreni dragi úr mikilvægi þess utan við náttúrulegt útbreiðslusvæðið. Nafnið morinda er dregið af nafni trésins á nepölsku.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Conifer Specialist Group (1998). „Picea smithiana“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 6. maí 2006.
- Gymnosperm Database