1545
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1545 (MDXLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Verslunareinokun komið á í Vestmannaeyjum þar sem íbúum eyjanna var bannað að versla við aðra en kaupmenn Danakonungs. Erfiðlega gekk þó að framfylgja banninu enda Englendingar fjölmennir við eyjarnar.
- Skriða féll úr Vatnsdalsfjalli yfir bæinn Skíðastaði í Vatnsdal. Fjórtán fórust.
Fædd
- Gísli Þórðarson, lögmaður sunnan og austan.
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 13. desember - Kirkjuþingið í Trento formlega sett (lauk 1563).
- Auðugustu silfurnámur heimsins fundust í fjallinu Cerro Rico í Bólivíu. Þar varð til námubærinn Potosí.
Fædd
- 2. apríl - Elísabet af Valois, Spánardrottning, þriðja eiginkona Filippusar 2. (d. 1568).
- 8. júlí - Karl prins af Astúríu, krónprins Spánar (d. 1568).
- 27. ágúst - Alexander Farnese, hertogi af Parma (d. 1592).
- 7. desember - Henry Stuart, lávarður af Darnley, eiginmaður Maríu Skotadrottningar (d. 1567).
- Magnús Heinason, færeyskur sægarpur (d. 1589).
Dáin
- 12. ágúst - María Manúela af Portúgal, fyrsta eiginkona Filippusar 2. Spánarkonungs (f. 1527).
- 24. ágúst - Charles Brandon, hertogi af Suffolk, enskur stjórnmálamaður og eiginmaður Maríu Tudor, systur Hinriks 8. (f. um 1484).