Fara í innihald

Þungvopnað riddaralið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þungvopnaður riddari á lágmynd frá tímum Sassanídaríkisins í Íran.

Þungvopnað riddaralið á við um riddaralið búið þungum vopnum og brynjum, andstætt við léttvopnað riddaralið þar sem riddararnir bera tiltölulega létt vopn. Þungvopnað riddaralið var nær óhugsandi fyrir tíma hnakka og ístaða og er því yfirleitt talið upprunnið í Parþíu og Persíu Sassanída á 3. og 2. öld f.Kr. Í Rómversk-persnesku stríðunum frá 92 f.Kr. tóku Rómverjar mikið upp af persneskum siðum og þungvopnað rómverskt riddaralið var áfram hluti af Austrómverska hernum eftir „fall Rómaveldis476.

Þungvopnað og þungbrynjað riddaralið þróaðist sjálfstætt í Vestur-Evrópu á miðöldum sem staða í her sem væri við hæfi aðalsmanna (sbr. riddari). Riddaraliðinu var þá yfirleitt beitt síðast í orrustu í báðum herjum til að ryðja niður fótgönguliðum andstæðingsins, stökkva þeim á flótta og ná orrustuvellinum. Ókostir slíks liðs komu þó stundum berlega í ljós, eins og í orrustunni við Agincourt 1415 þegar þungvopnaðir franskir riddarar festust í leðjunni á orrustuvellinum og ensku bogaskytturnar áttu létt með að skjóta þá á færi eða drepa með handvopnum.

Skriðdrekinn er stundum sagður vera beinn afkomandi þungvopnaðs riddaraliðs í nútímahernaði.