Léttvopnað riddaralið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árás léttsveitarinnar eftir Richard Caton Woodville lýsir atviki úr Krímstríðinu 1854.

Léttvopnað riddaralið er riddaralið sem ber létt vopn og verjur, andstætt við þungvopnað riddaralið sem kom fyrst til sögunnar með hnakk og ístöðum. Léttvopnað riddaralið var lítið notað af Grikkjum og Rómverjum en var meginuppistaðan í herjum hirðingja Mið-Asíu; Húna, Tyrkja og Mongóla sem gátu t.d. beitt boga af hestbaki. Aðalkosturinn við léttvopnað riddaralið er hraði og hreyfanleiki.

Þegar tími riddara rann sitt skeið á enda við lok miðalda hófst aftur notkun léttvopnaðs riddaraliðs í Evrópu. Húsarar voru upphaflega þungvopnað riddaralið sem í Vestur-Evrópu þróuðust út í léttvopnað riddaralið á 17. öld, og dragónar voru fótgönguliðar með byssur sem ferðuðust milli orrusta á hestbaki og voru einnig notaðir til njósna, rána og annarra verka þar sem hraði skipti máli.