Þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik karla
Útlit
Knattspyrnufélagið Fram sendi lið til þátttöku á fyrsta Íslandsmóti meistaraflokks karla í handknattleik árið 1940 og hefur verið með upp frá því. Erfitt er að segja með fullri vissu hverjir hafi verið þjálfarar meistaraflokks fyrstu árin. Starf þjálfarans var lengi vel mun óformlegra en síðar varð, en segja má að breyting hafi orðið á eðli þess með komu Karls Benediktssonar frá Svíþjóð, en hann kynnti Íslendinga fyrir nýrri hugsun í handknattleiksþjálfun. Þá var sérstök handknattleiksdeild ekki stofnuð fyrr en árið 1963, en fyrir þann tíma eru allar upplýsingar af skornum skammti.
Ár | Nafn |
---|---|
1962 - 1968 | Karl Benediktsson |
1968 - 1969 | Hilmar Ólafsson |
1969 - 1971 | Gunnlaugur Hjálmarsson |
1971 | Ingólfur Óskarsson |
1971 - 1973 | Karl Benediktsson |
1973 - 1974 | Sigurður Einarsson |
1974 - 1975 | Guðjón Jónsson |
1975 - 1977 | Ingólfur Óskarsson |
1977 - 1978 | Jóhann Ingi Gunnarsson |
1978 - 1979 | Sigurbergur Sigsteinsson |
1979 - 1980 | Karl Benediktsson |
1980 - 1981 | Axel Axelsson |
1981 | Karl Benediktsson |
1981 - 1982 | Björgvin Björgvinsson |
1982 - 1983 | Bent Nygaard |
1983 - 1985 | Árni Indriðason |
1985 - 1986 | Jens Einarsson |
1986 - 1987 | Per Skårup |
1987 - 1988 | Björgvin Björgvinsson |
1988 - 1991 | Gústaf Adolf Björnsson |
Þorbergur Aðalsteinsson | |
Ólafur Lárusson | |
1991 - 1992 | Atli Hilmarsson |
1992 - 1994 | Eyjólfur Bragason |
1994 - 1995 | Atli Hilmarsson |
1995 - 1999 | Guðmundur Þ. Guðmundsson |
1999 - 2001 | Anatoli Fedyukin |
2001 - 2005 | Heimir Ríkarðsson |
2005 - 2007 | Guðmundur Þ. Guðmundsson |
2007 - 2008 | Ferenc Buday |
2008 | Magnús Kári Jónsson |
2008 - 2010 | Viggó Sigurðsson |
2010 | Einar Jónsson |
2010 - 2011 | Reynir Þór Reynisson |
2011 - 2013 | Einar Jónsson |
2013 - 2016 | Guðlaugur Arnarsson |
2016 - 2019 | Guðmundur Helgi Pálsson |
2019 | Halldór Jóhann Sigfússon |
2020 - 2021 | Sebastían Alexandersson |
2021 - | Einar Jónsson |