Skoski þjóðarflokkurinn
Skoski þjóðarflokkurinn Scottish National Party Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba Scots Naitional Pairtie | |
---|---|
Leiðtogi | John Swinney |
Varaleiðtogi | Keith Brown |
Þingflokksformaður | Stephen Flynn |
Stofnár | 1934 |
Höfuðstöðvar | Edinborg, Skotlandi |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Sjálfstæði Skotlands, félagslegt lýðræði, Evrópuhyggja |
Einkennislitur | Gulur |
Skoska þingið | |
Neðri deild breska þingsins (skosk sæti) | |
Vefsíða | www.snp.org |
Skoski þjóðarflokkurinn (enska: Scottish National Party, gelíska: Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba, skoska: Scots Naitional Pairtie, skammstafað sem SNP) er skoskur stjórnmálaflokkur sem hefur sjálfstæði Skotlands að leiðarljósi. Stefna flokksins er félagslegt lýðræði. Skoski þjóðarflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn í Skotlandi hvað varðar meðlimi, þingmenn og bæjarfulltrúa. Skoski þjóðarflokkurinn var stofnaður árið 1934 og hefur haft stöðugt fulltrúa í Breska þinginu í Westminster frá sigri Winnies Ewings árið 1967.
Við stofnun Skoska þingsins árið 1999 varð Skoski þjóðarflokkurinn annar stærsti flokkur í löggjafarþinginu og var aðal stjórnarandstöðuflokkurinn í tvö kjörtímabil. Í kosningunum 1997 vann flokkurinn flestu sætin í Skoska þinginu í fyrsta skipti og myndaði minnihlutaríkisstjórn með Alex Salmond við stjórnvölinn sem æðsti ráðherra Skotlands. Í kosningunum 2011 hlaut Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur og varð fyrsti flokkurinn til að mynda meirahlutarstjórn frá stofnun Skoska þingsins. Núverandi leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra er John Swinney.
Eins og er á Skoski þjóðarflokkurinn 9 af 59 skoskum sætum í Breska þinginu. Flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi, en meðlimir hans eru um 127.000, eða um 2% Skota.