Skoski þjóðarflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nicola Sturgeon er núverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins

Skoski þjóðarflokkurinn (enska: Scottish National Party, gelíska: Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba, skoska: Scots Naitional Pairtie, skammstafað sem SNP) er skoskur stjórnmálaflokkur sem hefur sjálfstæði Skotlands að leiðarljósi. Stefna flokksins er félagslegt lýðræði. Skoski þjóðarflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn í Skotlandi hvað varðar meðlimi, þingmenn og bæjarfulltrúa. Skoski þjóðarflokkurinn var stofnaður árið 1934 og hefur haft stöðugt fulltrúa í Breska þinginu í Westminster frá sigri Winnies Ewings árið 1967.

Við stofnun Skoska þingsins árið 1999 varð Skoski þjóðarflokkurinn annar stærsti flokkur í löggjafarþinginu og var aðal stjórnarandstöðuflokkurinn í tvö kjörtímabil. Í kosningunum 1997 vann flokkurinn flestu sætin í Skoska þinginu í fyrsta skipti og myndaði minnihlutaríkisstjórn með Alex Salmond við stjórnvölinn sem æðsti ráðherra Skotlands. Í kosningunum 2011 hlaut Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur og varð fyrsti flokkurinn til að mynda meirahlutarstjórn frá stofnun Skoska þingsins. Núverandi leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra er Nicola Sturgeon.

Eins og er á Skoski þjóðarflokkurinn 6 af 59 skoskum sætum í Breska þinginu og 2 af 6 skoskum sætum í Evrópuþinginu. Flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi, en meðlimir hans eru um 107.000, eða um 2% Skota.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.