Fara í innihald

Downingstræti 10

Hnit: 51°30′12″N 0°07′39″V / 51.5033°N 0.1275°V / 51.5033; -0.1275
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá 10 Downing Street)

51°30′12″N 0°07′39″V / 51.5033°N 0.1275°V / 51.5033; -0.1275

Downingstræti 10 árið 2013

Downingstræti 10[1] (enska: 10 Downing Street eða í stuttu máli Number 10) er hús í Mið-London sem er höfuðstöðvar ríkisstjórnar Bretlands og opinbert heimili forsætisráðherrans. Húsið stendur við Downingstræti í Westminsterborg og er eitt þekktasta heimili Bretlands og heimsins. Húsið er næstum 300 ára gamalt og í því eru rúmlega eitt hundrað herbergi. Á þriðju hæð er einkaheimili og eldhús í kjallaranum. Á hinum hæðum eru skrifstofur, fundarsalir, setustofur og borðstofur þar sem forsætisráðherran vinnur og tekur gestum og öðrum ráðherrum á móti. Húsagarður liggur á miðri byggingunni og á bak við hana er verönd og garður sem er 2.000 að flatarmáli.

Húsið var upprunalega þrjú stök hús. Árið 1732 gaf Georg 2. konungur fyrsta ráðherra Bretlands Robert Walpole húsin að gjöf. Walpole samþykkti gjöfina í þeim skilningi að húsin yrðu í eigu embættis forsætisráðherrans og ekki hans. Walpole lét William Kent arkitekt tengja húsin þrjú saman. Það er þetta hús sem er þekkt í dag sem Downingstræti 10. Þó að húsið væri stórt og nálægt þinghúsinu bjuggu fáir forsætisráðherrar þar í fyrstu. Það kostaði mikið að halda húsinu við og svo varð það niðurnítt. Stakk var nokkrum sinnum upp á að húsið skyldi vera rifið niður. Þrátt fyrir þetta stóðst húsið og varð mjög frægt. Margir mikilvægir atburðir í sögu Bretlands hafa átt sér stað í húsinu. Árið 1985 sagði Margrét Thatcher að húsið væri orðið „einn dýrmætasti gimsteinninn í þjóðararfinum.“

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Flutt inn í Downingstræti 10“. Sótt 13. nóvember 2011. — dæmi um notkun Downingstræti 10
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.