Fara í innihald

Úrdú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrdú
Lashkari[1]
Málsvæði Pakistan, Indland
Heimshluti Suður-Asía
Fjöldi málhafa 67 milljónir (51 milljón í Indlandi, 16 milljónir í Pakistan)
Sæti 4
Ætt Indóevrópskt

 Indóíranskt
  Indóarískt
   Hindí
    Vesturhindí
     Khariboli
      Hindí-úrdú
       úrdú

Skrifletur Persneska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Pakistan, Indland
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ur
ISO 639-2 urd
SIL urd
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Úrdú er staðlað málsnið af indóevrópska tungumálinu hindí-úrdú. Úrdú er ríkismál Pakistan ásamt ensku. Úrdú er líka talað víða á Indlandi og er opinbert tungumál í fimm fylkjum. Úrdú á rætur að rekja til mállýskunnar kariboli, afbrigði af hindí sem varð til í Delí. Úrdú hefur orðið fyrir áhrifum frá m.a. persnesku, arabísku og tyrkneskum tungumálum í að minnsta kosti 900 ár. Ættjörð úrdú er í Uttar Pradesh í Norður-Indlandi en þar þróaðist tungumálið á tíma konungsríkisins Delí (1206–1527) og Mógulveldisins (1526–1858).

Úrdú er skiljanlegt hindímælendum í Indlandi. Tungumálin hafa sameiginlegan uppruna og hljóð- og málfræði þeirra eru svo svipuð að þau eru oft flokkuð sem eitt tungumál. Munirnir á tungumálunum eru ekki miklir og snúast aðallega um ritkerfi og orðaforða: persneska stafrófið er notað til að skrifa úrdú og tæknileg orð eru oftast úr persnesku eða arabísku þar sem á hindí er devanagari notað og tækniorð eru að mestu leyti úr sanskrít. Samt sem áður eru mörg orð úr arabísku, persnesku og sanskrít í báðum tungumálunum og flestir málfræðingar telja þau tvö staðalform af sama tungumálinu.

Vegna trúarlegrar þjóðernisstefnu telja mælendur úrdú og hindí tungumálin fullkomlega aðgreind tungumál þó að sú sé ekki raunin.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Template Based Affix Stemmer for a Morphologically Rich Language“. Sajjad Khan, Usama Bajwal, Wagas Anwar, Xuan Wang. Research Gate.
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.