Fara í innihald

Ösp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ösp (ættkvísl))
Ösp
Lauf blæaspar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Angiospermae)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Rosidae
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættflokkur: Saliceae[1]
Ættkvísl: Populus
L.
Einkennistegund
Populus tremula
Tegundir

Sjá grein

Ösp (fræðiheiti: Populus) er ættkvísl 25 – 35 tegunda lauftrjáa sem vaxa á norðurhveli jarðar. Þær eru meðal mikilvægustu lauftrjáa á Norðurslóðum. Aspir verða yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri trjám helst mýkt barkarins hjá sumum tegundum en hjá öðrum verður börkurinn dökkbrúnn og sprunginn. [2] Allar tegundir innan víðiættar (Salicaceae), en asparættkvíslin tilheyrir henni, eru einkynja. Trén eru því annaðhvort karl- eða kvenkyns. Aspartegundir eru líka notaðar til timburframleiðslu.

Ræktun á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu aspir sem ræktaðar eru á Íslandi eru alaskaösp (Populus trichocarpa), balsamösp (Populus balsamifera) og blæösp (Populus tremula) Einnig hafa nöturösp (Populus tremuloides) og gráösp (Populus canescens) verið reyndar.

Ættkvíslin Populus hefur vanalega verið skipt í sex deildir á grundvelli einkenna blaða og blóma;[3][4] þessari flokkun er fylgt hér fyrir neðan. Nýlegar erfðarannsóknir hafa að mestu stutt þessa flokkun, staðfest nokkrar grunaða "reticulate" þróun vegna kynblöndunar (og erfðaflæðis til baka) milli hópa. Nokkrar tegundir (nefndar að neðan) hafa mismunandi tengsl eftri því hvort kjarna DNA (erfist í karllegg) og grænukorna DNA raðir (erfist í kvenlegg) sé að ræða, greinilegt merki þess að um sé að ræða blendingsuppruna.[5] Blöndun er algeng í ættkvíslinni, með blendinga á milli tegunda í mismunandi deildum.[6][7]

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Aspir af balsamaspardeild eru oft votlendis tegundir. Blæaspir eru oft mikilvæg lauftré í barrskógabeltinu.[6][3]

Aspir eru mikilvægar tegundir fyrir lirfur fjölda Lepidoptera tegunda. Pleurotus populinus, asparostruvængur, finnst einvörðungu á dauðum viði aspa í Norður-Ameríku.

Valdar tegundir

[breyta | breyta frumkóða]
Populus nigra að hausti
Blöð Populus lasiocarpa

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Genus Populus (poplars). Taxonomy. UniProt. Sótt 4. febrúar 2010.
  2. Getið þið sagt mér allt sem hægt er að vita um aspir? vísindavefur. Skoðað 3. febrúar 2016.
  3. 3,0 3,1 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and rope. Collins ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-00-220013-9.
  4. Eckenwalder, J.E. (1996). „Systematics and evolution of Populus“. Í R.F. Stettler; H.D. Bradshaw; P.E. Heilman; T.M. Hinckley (ritstjórar). Biology of Populus and its implications for management and conservation. Ottawa: NRC Research Press, National Research Council of Canada. ISBN 9780660165066.
  5. Hamzeh, M., & Dayanandan, S. (2004). Phylogeny of Populus (Salicaceae) based on nucleotide sequences of chloroplast TRNT-TRNF region and nuclear rDNA. Amer. J. Bot. 91: 1398-1408. Available online
  6. 6,0 6,1 Meikle, R. D. (1984). Willows and Poplars of Great Britain and Ireland. BSBI Handbook No. 4. ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-901158-07-0.
  7. Eckenwalder, J.E. (2001). „Key to species and main crosses“. Í D.I. Dickmann; J.G. Isebrands; J.E. Eckenwalder; J. Richardson (ritstjórar). Poplar culture in North America. Ottawa: NRC Research Press. bls. 325–330. ISBN 978-0-660-18145-5.