Ösp (ættkvísl)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ösp (ættkvísl)
Lauf blæaspar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Berfrævingar (Angiospermae)
(óraðað) Tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Rosidae
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættflokkur: Saliceae[1]
Ættkvísl: Populus
L.
Einkennistegund
Populus tremula
Tegundir

Sjá grein

Ösp (fræðiheiti: Populus) er ættkvísl 25 – 35 tegunda lauftrjáa sem vaxa á norðurhveli jarðar. Þær eru meðal mikilvægustu lauftrjáa á Norðurslóðum. Aspir verða yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri trjám helst mýkt barkarins hjá sumum tegundum en hjá öðrum verður börkurinn dökkbrúnn og sprunginn. [2] Allar tegundir innan víðiættar (Salicaceae), en asparættkvíslin tilheyrir henni, eru einkynja. Tréin eru því annaðhvort karl- eða kvenkyns. Aspartegundir eru líka notaðar til timburframleiðslu.

Aspir skiptast í sex deildir:

  • Populus - hvítaspir
  • Aigeiros - svartaspir
  • Tacamahaca - balsamaspir
  • Leucoides - blæaspir
  • Turanga
  • Abaso - Mexíkóaspir

Þekktustu aspir sem ræktaðar eru á Íslandi eru alaskaösp (Populus trichocarpa), blæösp (Populus tremula) og gráösp (Populus canescens).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Genus Populus (poplars)". Taxonomy. (UniProt). Skoðað 4. febrúar2010.
  2. Getið þið sagt mér allt sem hægt er að vita um aspir? vísindavefur. Skoðað 3. febrúar 2016.