Nöturösp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nöturösp
Nöturaspir í Nevada.
Nöturaspir í Nevada.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Aspir (Populus)
Geiri: Populus
Tegund:
P. tremuloides

Tvínefni
Populus tremuloides
Michx.
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Haustlitir.

Nöturösp (populus tremuloides) er aspartegund sem útbreidd er um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó og er þar með útbreiddasta tré álfunnar. Hún er á margan hátt lík blæösp og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðir saman með góðum árangri. Nöturösp getur verið allt að 25 metra há og getur fjölgað sér með rótarskotum.

Vapítihjörtur er meðal dýra sem naga börk trésins. Tréð er fylkistré Utah en þar er stærsta klónasamfélag nöturaspar sem fundist hefur (Pando).

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Jón Rögnvaldsson flutti fyrst inn nöturösp frá Kanada á millistríðsárunum. Nöturöspin gerir kröfur um stöðugt loftslag að vetrarlagi og virðist illa þola umhleypingarnar sem eru hér á landi á veturna. [1] Blæasparbróðir (Populus tremula x tremuloides), blendingur blæaspar og nöturaspar hefur verið notaður á Íslandi. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir? Vísindavefur, skoðað 21. nóv. 2016.
  2. Aspartegundir Geymt 2 júlí 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 21. nóv. 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.