Fara í innihald

Silfurösp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Populus alba)
Silfurösp
Fullvaxið tré
Fullvaxið tré
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Aspir (Populus)
Geiri: Populus
Tegund:
P. alba

Tvínefni
Populus alba
L.
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði
Samheiti
  • Populus bolleana Lauche
  • Populus major Mill.
  • Populus nivea Wesm.
  • Populus nivea Willd.
  • Populus pseudonivea Grossh.

Silfurösp, Populus alba,[1][2]er tegund af ösp. Hún vex frá Marokkó og Íberíuskaga um mið Evrópu (norður til Þýskalands og Póllands) til mið Asíu. Hún vex á rökum svæðum, oft við vötn eða ár, á svæðum með heitum sumrum og köldum til mildum vetrum.[3][4]

Þetta er meðalstórt tré, um 16 til 27 metra hátt (sjaldan meira), með stofn að 2 metrum í þvermál og breiða ávala krónu. Börkurinn er sléttur og græn-hvítur með einkennandi dökkum, demantslaga blettum á ungum trjám, og verður svartleitur og sprunginn á eldri trjám.[4][5]

Grein
blöð
stofn
Populus alba
Alley of Grey Poplars

Silfurösp blandast við skylda tegund; blæösp Populus tremula; blendingurinn er þekktur sem gráösp (Populus × canescens), og er milli foreldranna í útliti. Flestar gráaspir í ræktun eru karlkyns, en kventré koma fyrir í náttúrinni og er stundum fjölgað.[4]

Ræktun og nytjar

[breyta | breyta frumkóða]
Populus alba Pyramidalis

Vegna saltþols hennar er henni oft plantað til að festa sandöldur við strendur.[6] Viðurinn er mjúkur, og er notaður í sellúlósa og í ódýr box. Meirihluti ræktaðra Silfuraspa í Norður-Evrópu eru kvenkyns.[5]

Keilulaga afbrigði frá Túrkestan, Populus alba 'Pyramidalis' (Bolle's Poplar; syn. Populus bolleana) er stundum notaður í almenningsgörðum.[4]


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Populus alba“. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  2. Webb, C. J.; Sykes, W. R.; Garnock-Jones, P. J. 1988: Flora of New Zealand. Vol. IV. Naturalised Pteridophytes, Gymnosperms, Dicotyledons. 4. Christchurch, New Zealand, Botany Division, D.S.I.R.
  3. Flora Europaea: Populus alba
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  5. 5,0 5,1 Flora of NW Europe: Populus alba Geymt 27 ágúst 2010 í Wayback Machine
  6. Vedel, H., & Lange, J. (1960). Trees and Bushes in Wood and Hedgerow. Metheun & Co. Ltd., London.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.