Fara í innihald

Knattspyrnufélag ÍA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ÍA Akranes)
Knattspyrnufélag ÍA
Fullt nafn Knattspyrnufélag ÍA
Gælunafn/nöfn Skagamenn
Stytt nafn ÍA
Stofnað 1946
Leikvöllur ELKEM-völlurinn
Stærð 1050 sæti, ca. 5550 alls[1]
Stjórnarformaður Eggert Herbertsson
Deild Karlar: Besta deildin
Konur: 1. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Knattspyrnufélag Íþróttabandalags Akraness, skammstafað KFÍA en þekkist í daglegu tali sem ÍA, er knattspyrnufélag starfrækt á Akranesi. Félagið var stofnað 3. febrúar 1946 þegar að Knattspyrnufélag Akranes (KA) og Knattspyrnufélagið Kári stofnuðu Íþróttabandalag Akraness, bandalagið tók við af Íþróttaráði Akraness sem stofnað hafði verið árið 1934.[2]

Karlalið félagsins tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sumarið 1946, liðið hefur allt frá því átt lið í efstu deildum íslandsmóts karla í knattspyrnu. Liðið er eitt það sigursælasta á landinu með 18 Íslandsmeistaratitla, þann fyrsta árið 1951. Þá hefur liðið að auki landað 9 bikarmeistaratitlum og 3 deildarbikartitlum.

Kvennalið ÍA tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti árið 1973. Árið 1984 vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og fylgdu tveir aðrir titlar árin 1985 og 1987. Liðið hefur að auki unnið 3 bikarmeistaratitla.

1946-1949: Fyrstu árin

[breyta | breyta frumkóða]
Fyrsti leikurinn - KR 4-1 ÍA

„Það, sem einkenndi aðallega leik þeirra, var þetta. Ódrepandi þol og vilji til að sigra, samfari snerpu og þoli. [...] Mín skoðun er sú, að ef lið Akurnesinga fengi árs þjálfun undir handleiðslu góðs þjálfara, mættu reykvísku fjelögin vara sig.“

— H. Ó. Morgunblaðið (1946)[3]

Sumarið 1946 tók Knattspyrnudeild ÍA þátt í sínu fyrsta íslandsmóti, félagið var fyrst um sinn skammstafað ÍBA en vegna þess að Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun var henni fljótt breytt í ÍA. Þetta var 35. íslandsmótið og tóku 5 lið auk Skagamanna þátt. Fyrsti leikur liðsins var upphafsleikur íslandsmótsins gegn tíföldum íslandsmeisturum KR. Leikurinn tapaðist 4-1 en þótti skaga liðið sína fína takta. Liðið endar sitt fyrsta tímabil í fimmta og næst neðsta sæti með 2 stig eftir jafntefli við Víking R. og ÍBA. Allir leikir íslandsmótsins á þessum tíma voru spilaðir á Melavellinum í Reykjavík[4]

Á fyrstu árum og fyrir stofnun ÍA eru aðstæður til knattspyrnuiðkunar litlar sem engar á Akranesi en liðið nýtir sér Langasandinn til æfinga.

Fyrsta íslandsmeistaralið ÍA (1951)

Tölfræði leikmanna

[breyta | breyta frumkóða]

Leikjahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Allir leikir[6]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

Sæti Leikmenn Fæðingarár Leikjafjöldi
1 Pálmi Haraldsson 1974 489
2 Alexander Högnason 1968 452
3 Kári Steinn Reynisson 1974 438
4 Guðjón Sveinsson 1980 413
5 Haraldur Ingólfsson 1970 401
6 Guðjón Þórðarson 1955 392
7 Ólafur Þórðarson 1965 377
8 Karl Þórðarson 1955 366
9 Jón Alfreðsson 1949 365
10 Árni Sveinsson 1956 363

Leikir í A deild[7]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

Sæti Leikmenn Fæðingarár Leikjafjöldi
1-2 Guðjón Þórðarson 1955 213
1-2 Pálmi Haraldsson 1974 213
3 Kári Steinn Reynisson 1974 203
4 Árni Sveinsson 1956 202
5 Jón Alfreðsson 1949 190
6 Haraldur Ingólfsson 1970 189
7-8 Alexander Högnason 1968 185
7-8 Ólafur Þórðarson 1965 185
9 Karl Þórðarson 1955 183
10 Jón Gunnlaugsson 1949 182

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Allir leikir[8]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

Sæti Leikmenn Fæðingarár Mörk
1 Matthías Hallgrímsson 1946 162
2 Hjörtur Hjartarson 1974 137
3 Ríkharður Jónsson 1929 136
4 Haraldur Ingólfsson 1970 110
5 Arnar Gunnlaugsson 1973 107
6-7 Þórður Guðjónsson 1973 105
6-7 Þórður Þórðarson 1930 105
8 Garðar Gunnlaugsson1 1983 98
9 Teitur Þórðarson 1952 95
10 Þórður Jónsson 1934 88

Leikir í A deild[9]
Tölfræði miðast við lok tímabilsins 2015

Sæti Leikmenn Fæðingarár Mörk
1 Matthías Hallgrímsson 1946 76
2 Ríkharður Jónsson 1929 68
3 Haraldur Ingólfsson 1970 59
4 Þórður Þórðarson 1930 52
5 Teitur Þórðarson 1952 51
6 Þórður Jónsson 1934 49
7-8 Arnar Gunnlaugsson 1973 43
7-8 Pétur Pétursson 1959 43
9 Sigþór Ómarsson 1957 39
10 Ingvar Elísson 1941 37

Meistaraflokkur karla

[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

(Síðast uppfært 11. júlí 2024) Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 Fáni Íslands GK Árni Marinó Einarsson
31 Fáni Króatíu GK Dino Hodzic
6 Fáni Íslands DF Oliver Stefánsson
5 Fáni Íslands DF Arnleifur Hjörleifsson
4 Fáni Íslands DF Hlynur Sævar Jónsson
22 Fáni Íslands DF Árni Salvar Heimisson
23 Fáni Íslands DF Hilmar Elís Hilmarsson
3 Fáni Svíþjóðar DF Johannes Vall
- Fáni Íslands DF Sveinn Svavar Hallgrímsson
66 Fáni Íslands DF Jón Gísli Eyland
13 Fáni Noregs DF Erik Tobias Tangen Sandberg
16 Fáni Íslands MF Rúnar Már Sigurjónsson
8 Fáni Íslands MF Albert Hafsteinsson
88 Fáni Íslands MF Arnór Smárason
10 Fáni Íslands MF Steinar Þorsteinsson
17 Fáni Íslands MF Ingi Þór Sigurðsson
20 Fáni Íslands MF Ísak Máni Guðjónsson
14 Fáni Íslands MF Breki Þór Hermannsson
7 Fáni Íslands MF Ármann Ingi Finnbogason
19 Fáni Slóveníu MF Marko Vardic
- Fáni Íslands MF Jón Breki Guðmundsson
11 Fáni Íslands FW Hinrik Harðarson
9 Fáni Íslands FW Viktor Jónsson
15 Fáni Íslands FW Gabríel Snær Gunnarsson

Meistaraflokkur Kvenna

[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi Leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

(Síðast uppfært 11. júlí 2024)[10]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
12 Fáni Bandaríkjana GK Klil Keshwar
1 Fáni Íslands GK Salka Hrafns Elvarsdóttir
2 Fáni Bandaríkjana Madison Brooke Schwartzenberger
5 Fáni Íslands Anna Þóra Hannesdóttir
6 Fáni Íslands Birna Rún Þórólfsdóttir
7 Fáni Íslands Erla Karítas Jóhannesdóttir
8 Fáni Íslands Lilja Björg Ólafsdóttir
9 Fáni Íslands Erna Björt Elíasdóttir
10 Fáni Íslands Bryndís Rún Þórólfsdóttir
11 Fáni Bandaríkjana Juliane Marie Paoletti
13 Fáni Íslands Kolfinna Eir Jónsdóttir
14 Fáni Íslands Dagbjört Líf Guðmundsdóttir
Nú. Staða Leikmaður
15 Fáni Íslands Marey Edda Helgadóttir
17 Fáni Íslands Lilja Björk Unnarsdóttir
18 Fáni Íslands Sunna Rún Sigurðardóttir
21 Fáni Íslands Ylfa Laxdal Unnarsdóttir
22 Fáni Íslands Selma Dögg Þorsteinsdóttir
24 Fáni Íslands Magnea Sindradóttir
25 Fáni Íslands Bríet Sunna Gunnarsdóttir
27 Fáni Íslands Elvira Agla Gunnarsdóttir
28 Fáni Íslands Thelma Björg Rafnkelsdóttir
33 Fáni Íslands Hugrún Stefnisdóttir
36 Fáni Íslands Matthea Kristín Watt
53 Fáni Íslands Vala María Sturludóttir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. KSÍ. Knattspyrnuvellir
  2. Íþróttabandalag Akraness
  3. H. Ó. Morgunblaðið' (1946): 2
  4. KSÍ: A deild 1946
  5. „Íslandsmót - Inkasso-deild karla - 2018“. www.ksi.is. Sótt 15. mars 2021.
  6. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  7. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  8. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  9. Leikmenn mfl. karla frá upphafi
  10. Núverandi leikmenn mfl. kvenna

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]