Litla bikarkeppnin
Litla bikarkeppnin var knattspyrnukeppni í karlaflokki fyrir lið af Suðvesturhorninu utan Reykjavíkur sem stofnuð var að frumkvæði Alberts Guðmundssonar sem æfingarmót fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem fram fór á sama tíma og Reykjavíkurmótið. Mótið var lagt niður þegar Deildarbikarnum var komið á laggirnar árið 1996.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Hugmyndin um stofnun æfingarkeppni til að jafna vígstöðu liðanna utan Reykjavíkur hafði verið rædd frá árinu 1957. Það var þó fyrst árið 1961 sem Knattspyrnuráð Hafnarfjarðar gekk í málið. Haustið áður hafði KSÍ í fyrsta sinn efnt til Bikarkeppninnar og þótti því viðeigandi að kalla hið nýja móti Litlu-bikarkeppnina.
Fyrsta árið var leikin einföld umferð þriggja liða: Knattspyrnuráðs Hafnarfjarðar, Íþróttabandalags Keflavíkur og Knattspyrnuráðs Akraness. Næstu þrjú árin var leikin tvöföld umferð, heima og heiman.
Fjórða félagið, Ungmennafélagið Breiðablik bættist við vorið 1965 og var þá aftur farið í eina umferð. Ekki tókst þó að ljúka keppni í það sinnið vegna vandræða við að finna tíma fyrir leik Keflavíkur og ÍA.
Aftur var tekin upp tvöföld umferð árið 1966 og hélst það fyrirkomulag óbreytt í tíu ár. Þó var sá munur að til 1971 tefldu Hafnfirðingar fram sameiginlegu liði FH og Hauka en frá 1971-1976 skiptust félögin á að vera fulltrúar bæjarins. Frá 1976 sendur bæði FH og Haukar lið til keppni. Voru þátttökuliðin þá orðin fimm og einföld umferð tekin upp að nýju. Hélst það til ársins 1987.
Frá 1987 til 1993 voru keppnisliðin átta talsins, eftir að Víðir, Stjarnan og Selfoss bættust í hópinn. Leikin var einföld umferð í tveimur riðlum og að því loknu keppt um sæti 1-8 eftir stöðu liða í riðlunum.
Tvö síðustu árin sem keppnin fór fram, 1994 og 1995, voru þátttökuliðin orðin sextán talsins og léku í fjórum riðlum. Þá höfðu bæst við: Reynir, Afturelding, Skallagrímur og Ægir Þorlákshöfn.
Skagamenn og Keflvíkingar eru langsigursælustu liðin í sögu Litlu-bikarkeppninnar.
Sigurvegarar
[breyta | breyta frumkóða]- 1961 - ÍA
- 1962 - Öll lið jöfn að stigum
- 1963 - Keflavík
- 1964 - ÍA (2)
- 1965 - Keppni ekki lokið
- 1966 - Keflavík (2)
- 1967 - ÍA (3)
- 1968 - Keflavík (3)
- 1969 - Keflavík (4)
- 1970 - Keflavík (5)
- 1971 - Keflavík (6)
- 1972 - ÍA (4)
- 1973 - Keflavík (7)
- 1974 - Keflavík (8)
- 1975 - Knattspyrnuráð Hafnarfjarðar
- 1976 - Haukar
- 1977 - ÍA (5)
- 1978 - ÍA (6)
- 1979 - ÍA (7)
- 1980 - ÍA (8)
- 1981 - ÍA (9)
- 1982 - ÍA (10)
- 1983 - Keflavík (9)
- 1984 - ÍA (11)
- 1985 - ÍA (12)
- 1986 - Keflavík (10)
- 1987 - ÍA (13)
- 1988 - Keflavík (11)
- 1989 - Stjarnan
- 1990 - FH
- 1991 - Keflavík (12)
- 1992 - ÍA (14)
- 1993 - ÍA (15)
- 1994 - ÍA (16)
- 1995 - ÍA (17)
Tilvísanir og heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Bergþór Jónsson (ritstjóri) (2016). Söguágrip knattspyrnunnar í Hafnarfirði. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar.