Fara í innihald

Langisandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langasandi á Akranesi
Langisandur getur líka átt við Long Beach, og aðallega Long Beach, Los Angeles.

Langisandur er strönd við Akranes sem liggur frá Sementverksmiðjunni meðfram íþróttavellinum að Jaðarsbökkum og að dvalarheimilinu Höfða. Langisandur hefur löngum verið notaður sem útivistarsvæði fyrir íbúa Akraness. Þar fer fólk í gönguferðir allan ársins hring en á sumrum er þar stundum fjörugt strandlíf. Hann hefur verið leiksvæði þúsunda Skagamanna í gegnum tíðina og var æfingasvæði knattspyrnumanna til margra ára.

Á miðjum Langasandi er Merkjaklöpp en þar voru merkin milli hreppanna. Um aldamótin 1900 var bilið milli klappar og bakkanna fyrir ofan Langasand þannig að þrír menn gátu rétt gengið samsíða á milli, en í stríðslok var bilið orðið um 25 metrar. Við klöppina hafa Akurnesingar löngum stundað sjóböð og sólböð í skjóli uppi undir bökkunum, einnig æfði unga fólkið boltaleiki á sandinum rétt eins og knattspyrnumennirnir. Á tímabili var sandurinn notaður sem flugvöllur, einnig sem lendingarstaður fyrir loftpúðaskipið eða svifnökkvann sem ætlað var að leysa Akraborgina af hólmi árið 1967. Við enda sandarins, heitir Langasandskriki. Þar lá vegurinn upp af sandinum áður en lagðir vegir komu. Bakkarnir nefndust einu nafni Langasandsbakkar einnig kallaðir Jaðarsbakkar. Áður náðu þeir frá LeirgrófSólmundarhöfða og voru þá um 1300 metrar að lengd. Í dag eru hinir eiginlegu bakkar horfnir, en sjóvarnargarðar komnir í staðinn. Varnargarðarnir við Langasand voru upphaflega byggðir upp af skjólvegg sunnan Faxabrautar 1967 en Faxabrautin liggur niður að höfn, meðfram Sementverksmiðjunni.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Á fjórða áratug 20. aldar var oft boðið upp á skemmtiferðir frá Reykjavík norður á Akranes með m.s. Fagranesi. Þá var Langisandur auglýstur sem besta baðströnd á Íslandi.[1]
  • Í ágúst 1967 var gerð tilraun með svo kallaðan svifnökkva sem skyldi sigla á milli Akraness og Reykjavíkur. Hann lagði upp að Langasandi. [2]
  • 20. júlí 1969 reyndi Sigurður Arnmundarson að hefja sig til flugs á Langasandi, flugtakið misstókst.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.