Sink

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Zinke)
Jump to navigation Jump to search
   
Kopar Sink Gallín
  Kadmín  
Zinc fragment sublimed and 1cm3 cube.jpg
Efnatákn Zn
Sætistala 30
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 7140,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 65,409 g/mól
Bræðslumark 692,68 K
Suðumark 1180,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Sink (úr þýsku, zinke, „hvasst, skörðótt“) er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu. Það er fyrsta frumefnið í flokki 12. Efnafræðilega svipar því til magnesíns af því að jón þess er af svipaðri stærð og eina algenga oxunartala þess er +2. Sink er 24. algengasta frumefnið í jarðskorpunni og á sér fimm stöðugar samsætur. Sink er mest unnið úr málmgrýtinu sinkblendi sem er sinksúlfíð. Stærstu námurnar eru í Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. Það er unnið með fleytingu, brennslu og úrvinnslu með raflausnarmálmvinnslu.

Almennir eiginleikar[breyta | breyta frumkóða]

Sink er nokkuð hvarfgjarn málmur sem binst við súrefni og aðra málmleysingja og verkar á daufar sýrur með því að losa um vetni. Eina algenga oxunarstig sinks er +2.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Sink er fjórði algengasti málmurinn í notkun í dag, á eftir járni, áli og kopar í magni tonna framleiddum ár hvert.

 • Sink er notað til að húða málma eins og stál til að vernda þá gegn tæringu.
 • Sink er notað í málmblöndur eins og látún, nýsilfur, ritvélamálm, ýmsar tegundir lóðtins o.s.frv.
 • Látún hefur sömuleiðis mikla notkunarmöguleika sökum styrkleika og tæringarþols.
 • Sink er notað í steypumót, þá sérstaklega í bílaiðnaði.
 • Valsað sink er notað í hluta af umbúðum rafhlaðna.
 • Sinkoxíð er notað sem hvítt litarefni í vatsnlitum og málningu, og einnig sem efnahvati í gúmmíiðnaði. Það er einnig selt sem lyfseðilslaust rakakrem til að bera á húð sem vörn við sól- og kuldabruna.
 • Sinkklóríð er notað sem svitalyktareyðir og sem fúavarnarefni.
 • Sinksúlfíð er notað í kaldaskins litarefni, til að búa til vísa í klukkur og aðra hluti sem glóa í myrkri.
 • Sinkmeþýl (Zn(CH3)2) er notað í fjölda lífrænna efnasmíða.
 • Sinksterat er smurefni úr plasti.
 • Smyrsl sem gerð eru úr kalamíni, sem er blanda af Zn-(hýdroxíð-karbónötum og sílikötum, eru notuð til að lækna útbrot.
 • Sinkmálmur er í flestum fjölvítamín- og steinefnablöndum sem hægt er að kaupa í apótekum. Ásamt öðrum málmum er það talið af sumum hafa andoxunaráhrif sem eiga að vernda gegn öldrun húðar og vöðva. Í stærri skömmtum, tekið eitt og sér, er það talið flýta fyrir að sár grói.
 • Sinkglúkonítglýsín er tekið í töfluformi við kvefi.