Fara í innihald

Windows NT 4.0

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Windows NT 4.0
ÚtgefandiMicrosoft
FjölskyldaNT 4.0
KjarniBlendingskjarni
LeyfiEula
Staða verkefnisÓstutt

Windows NT 4.0 er stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, frá Microsoft í NT línunni. Windows NT 4.0 kom út 29. júlí 1996, það er 32ja bita, sem þýðir að það noti 32ja bita örgjörva. Vegna meiri stöðugleika en fyrri Windows kerfi varð Windows NT algengt fyrir netkerfi, sem á endanum gekk að Novell Netware dauðu, sem hafi verið vinsælt fram að þeim tíma.

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Netþjónar[breyta | breyta frumkóða]

  • Windows NT 4.0 Server, kom á almennan markað árið 1996 og var ætlaður fyrir smærri netþjónastæður.
  • Windows NT 4.0 Server, Enterprise Edition, kom á markaðinn 1997 og er undarfari Enterprise línunnar innan Windows Server fjölskyldunnar. Hannaður fyrir háhraða netkerfi.
  • Windows NT 4.0 Terminal Server, sem kom á markað 1998 leyfði notendum að tengjast utan netkerfisins, t.d úr heimahúsi. Þessi þjónusta er núna kölluð Terminal service í Windows 2000.

Ofangreindir netþjónar eru hluti af BackOffice línunni.

Aðrar útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

  • Windows NT 4.0 Workstation, kom út sem vinnustöð á Windows NT netkerfum.
  • Windows NT 4.0 Embedded, var hannaður fyrir m.a. hraðbanka
  Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.