Fara í innihald

Wayfarer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wayfarer

Wayfarer er sextán feta (tæplega fimm metra) löng kæna með eitt mastur sem ber bermúdasegl og fokku. Þessir bátar eru ýmist úr viði eða glertrefjum. Hann er fremur borðhár og nægilega breiður til að þrír fullorðnir geti setið í honum. Þessi gerð var hönnuð af enska bátahönnuðinum Ian Proctor árið 1957.

Wayfarer-bátar eru yfirleitt notaðir í styttri ferðir, en dæmi eru um að menn hafi farið í lengri ferðir eins og þegar Frank Dye sigldi slíkum báti frá Skotlandi til Íslands árið 1964. Hann skrifaði síðar ásamt eiginkonu sinni, Margaret Dye, bók um þessa ferð og aðra til Noregs, Ocean Crossing Wayfarer: To Iceland and Norway in a 16ft Open Dinghy, sem kom út árið 1977.

Nokkrir Wayfarer-bátar úr glertrefjum voru fluttir inn til Íslands eftir miðjan 8. áratuginn og 1978 var stofnað félag Wayfarer-eigenda á Íslandi.