Ian Proctor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ian Proctor (1918 – 1992) var enskur skútuhönnuður sem hannaði yfir hundrað gerðir kjölbáta og kæna. Hann var þekktastur fyrir kænur með létt og sveigjanleg álmöstur og stofnaði fyrirtækið Proctor Masts sem framleiddi álmöstur fyrir allar stærðir seglbáta. Sænska fyrirtækið Seldén keypti Proctor Masts árið 1997. Þekktustu kænurnar sem hann hannaði eru Wayfarer og Topper.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.