Walter Burkert

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Walter Burkert (2. febrúar 1931 í Neuendettelsau í Bæheimi í Þýskalandi; d. 11. mars 2015) var þýskur fornfræðingur og prófessor emeritus í fornfræði við háskólann í Zürich í Sviss. Burkert hefur einnig kennt í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann er sérfræðingur um forngrísk trúarbrögð og hefur haft mikil áhrif á aðra fræðimenn á því sviði og trúarbragðafræðinga almennt síðan á 7. áratug 20. aldar. Burkert á nútímalegan hátt niðurstöður fornleifafræði og bókmenntarýni á verkum skálda, sagnaritara og heimspekinga. Hann hefur gefið út bækur um jafnvægið milli dulhyggju og vísinda hjá pýþagóringum og um trúarlegar hefðir í fornum trúarbrögðum, um trúarlegar fórnfæringar og um áhrif persneskrar menningar og menningar miðauðsturlanda á forngríska menningu.

Burkert kvæntist Mariu Bosch árið 1957 og á með henni þrjú börn: Reinhard, Andreu og Cornelius.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Burkert nam klassíska textafræði, sögu og heimspeki við háskólana í Erlangen og Ludwig Maximilians háskólann í München (1950–1954). Hann hlaut doktorsgráðu árið 1955. Hann kenndi í Erlangen í fimm ár (1957–1961) varð lektor árið 1961. Þeirri stöðu gegndi hann í fimm ár. Hann var félagi á Center for Hellenic Studies í Washington, D.C. árið 1965. árið 1966 varð hann prófessor í klassískri textafræði við tækniháskólann í Berlín. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1969 en var gistiprófessor á Harvard árið 1968.

Árið 1981 birtist rit Burkerts um mannfræði forngrískra trúarbragða, Homo Necans, í ítalskri þýðingu. Rúmu ári síðar birtist einnig ensk þýðing. Í dag er bókin talin sígilt undirstöðurit um ýmis hugtök í grískum trúarbrögðum.

Burkert varð prófessor í klassískri textafræði við háskólann í Zürich (1969–1996). Hann var gistiprófessor í klassískum bókmenntum við Kaliforníuháskóla árin 1977 og 1988 og lektor á Harvard árið 1982. Hann settist í helgan stein árið 1996.

Helstu ritverk Burkerts[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Homo necans: Interpretationen Altgriechischer Opferriten und Mythen (1972)
    • Homo necans: Antropologia del Sacrificio Cruento nella Grecia Antica (1981)
    • Homo necans: The Anthropology of Ancient Greek Sacrificial Ritual and Myth (1983)
  • Structure and History in Greek Mythology and Ritual (1979)
  • Greek Religion (1985)
  • Ancient Mystery Cults (1987)
  • The Orientalizing Revolution: Near Eastern Influence on Greek Culture in the Early Archaic Age (1992)
  • Savage Energies: Lessons of Myth and Ritual in Ancient Greece (2001)
  • Babylon, Memphis, Persepolis: Eastern Contexts of Greek Culture (2004)

Greinar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Das hunderttorige Theben und die Datierung des Ilias“ í Wiener Studien 89 (1976): 5-21.
  • „Kynaithos, Polycrates and the Homeric Hymn to Apollo“ í G.W. Bowersock, W. Burkert og M.C.J. Putnam (ritstj.), Arktouros: Hellenic studies presented to B. M. W. Knox (Berlin: De Gruyter, 1979): 53-62.
  • „Lydia between East and West or how to date the Trojan War: a study in Herodotus“ í Jane B. Carter og Sarah P. Morris (ritstj.), The ages of Homer: a tribute to Emily Townsend Vermeule (Austin: University of Texas Press, 1995): 139-148.