Fara í innihald

Ósvör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fiskihjallur í Ósvör
Séð yfir Ósvör

Ósvör í Bolungarvík er endurgerð verstöð frá árabátaöld sem var smíðuð fyrir gerð heimildarmynda Erlends Sveinssonar Verstöðin Ísland og Íslands þúsund ár 1990. Þar er nú sjóminjasafn.

Ósvör stendur austast í Bolungarvíkinni, niður við sjóinn. Safnið saman stendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreiti og þurkhjalli.

Þar er einnig sexæringur, dráttarspil, ýmis veiðarfæri og tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öldum áður.

Safnverðir í Ósvör klæðast sjófötum árabátatímans og lýsa því sem fyrir augum ber.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist menningu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.