Vínarhringurinn
Vínarhringurinn (á þýsku: der Wiener Kreis) var hópur heimspekinga og vísindamanna í Vínarborg á 3. og 4. áratug 20. aldar. Skipuleggjandi hópsins var Moritz Schlick en meðal annarra meðlima má nefna Gustav Bergmann, Rudolf Carnap, Herbert Feigl, Philipp Frank, Kurt Gödel, Hans Hahn, Tscha Hung, Victor Kraft, Karl Menger, Richard von Mises, Marcel Natkin, Otto Neurath, Olga Hahn-Neurath, Theodor Radakovic, Rose Rand og Friedrich Waismann. Heimspekingar Vínarhringsins töldu að reynsla væri eina uppspretta kenningar og að rökgreining með hjálp rökfræðinnar væri rétta leiðin til að leysa gátur heimspekinnar. Áhrif Vínarhringsins á heimspeki 20. aldarinnar voru mikil og hafa mörg verk síðari tíma verið skrifuð sem svör við kenningum Vínarhringsins og má þar helst nefna Willard Van Orman Quine.
Saga Vínarhringsins
[breyta | breyta frumkóða]Upphaf Vínarhringsins voru fundir sem haldnir voru af Philipp Frank, Hans Hahn og Otto Neurath frá 1908[1] um vísindaheimspeki og þekkingarfræði.
Hans Hahn, sem var elstur af þeim þremur (1879 – 1934), var stærðfræðingur og hlaut gráðu sína í því fagi árið 1902. Seinna lærði hann undir handleiðslu Ludwigs Boltzmann í Vín og Davids Hilbert, Felix Klein og Hermanns Minkowski í Göttingen. Árið 1905 hlaut hann svo doktorsgráðu í stærðfræði. Hann kenndi í Innsbruck frá 1905-1906 og í Vín frá 1909.
Otto Neurath (1882 – 1945) lærði félagsfræði, hagfræði og heimspeki í Vín og Berlín. Frá 1907 til 1914 kenndi hann við Neuen Wiener Handelsakademie (Viennese Commercial Academy). Neurath kvæntist systur Hahns, Olgu, árið 1911.
Philipp Frank var yngstur í hópnum (1884 – 1966) og lærði hann eðlisfræði í Göttingen og Vín með Ludwig Boltzmann, David Hilbert og Felix Klein. Frá 1912 hafði hann prófessorsembætti í kennilegri eðlisfræði við Þýska háskólann Í Prag.
Hahn fór frá Vín á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð og sneri aftur árið 1921. Ári ðsíðar lagði hann til, ásamt Frank, að bjóða Mortiz Schlick, sem hélt prófessorsembætti í aðleiðsluvísindaheimspeki við Háskólann í Vín, í hópinn. Schlick hafði þá þegar birt tvö af hans helstu verkum Raum und Zeit in die gegenwärtigen Physik (Rúm og tími í samtímaeðlisfræði) árið 1917 og Allgemeine Erkenntnislehre (Almenn kenning um þekkingu) árið 1918.
Undir handleiðslu Schlick tóku meðlimir Vínarhringsins aftur upp regluleg fundarhöld. Árið 1926 var Rudolf Carnap, en hann var við Háskólann í Vín, boðið í hópinn af Schlick og Hahn. Árið 1928 var Verein Ernst Mach (Ernst Mach félagið) stofnað og var Schlick formaður þess. Árið 1929 var opinber stefnuyfirlýsing Vínarhringsins, Wissenschaftliche Weltauffassung. Der Wiener Kreis (Vísindaleg hugarsmíð um heiminn. Vínarhringurinn), birt. Bæklingurinn sem yfirlýsingin var birt á var tileinkaður Schlick og var formáli hans undirritaður af Hahn, Neurath og Carnap. Í viðbót kom listi yfir meðlimi Vínarhringsins.
Vínarhringurinn leystist upp þegar Nasistaflokkurinn kom til valda í Þýskalandi og fluttust margir meðlimir til Bandaríkjanna, þar sem þeir kenndu við nokkra háskóla. Schlick varð eftir í Austurríki en var drepinn árið 1936 af nemanda við Háskólann í Vín sem var stuðningsmaður nasista.
Krafthringurinn (e. Kraft Circle) var arftaki Vínarhringsins en hann varð til árið 1949 undir stjórn Viktor Kraft. Kenningum hans var haldið á lofti löngu eftir dauða hans af Paul Feyerabend.
Stefnuyfirlýsing Vínarhringsins
[breyta | breyta frumkóða]Stefnuyfirlýsingin segir að vísindaleg heimssýn Vínarhringsins einkennist fyrst og fremst af tveimur hugmyndum. Í fyrsta lagi einkennist hún af raunhyggju og framstefnu: Þekking kemur einungis frá reynslu. Í öðru lagi einkennist hún af rökgreiningu.[2]
Rökgreining er aðferð sem notuð er við útskýringu á vandamálum í heimspeki. Hún notast mikið við rökfræði og aðgreinir raunhyggju Vínarhringsins frá fyrri hugmyndum um raunhyggju. Hlutverk heimspeki, samkvæmt kenningum Vínarhringsins, er að útskýra fullyrðingar og vandamál með hjálp rökgreiningar.
Rökgreining sýnir fram á að tvær tegundir fullyrðinga séu til. Ein tegundin inniheldur fullyrðingar sem hægt er að stytta í einfaldari fullyrðingar um það sem sé gefið út frá raunhyggju. Hin tegundin inniheldur fullyrðingar sem ekki er hægt að stytta í fullyrðingar um reynslu og eru þær því án merkingar. Fullyrðingar innan frumspeki tilheyra þessum seinni flokki og eru því merkingarlausar samkvæmt kenningum rökfræðilegu raunhyggjunnar. Samkvæmt því eru mörgum vandamálum innan heimspekinnar hafnað sem sýndarvandamálum sem stafi af rökvillum á meðan önnur vandamál eru endurtúlkuð sem raunhyggjufullyrðingar og því geta vísindalegar aðferðir unnið bug á þeim.
Stefnuyfirlýsingin skráir Walter Dubislav, Josef Frank, Kurt Grelling, Hasso Härlen, Eino Kaila, Heinrich Loewy, F.P. Ramsey, Hans Reichenbach, Kurt Reidemeister og Edgar Zilsel sem „þeir sem eru hliðhollir Vínarhringnum“ og Albert Einstein, Bertrand Russell og Ludwig Wittgenstein sem „leiðandi fulltrúar vísindalegrar heimssýnar“.
Útilokun frumspekinnar
[breyta | breyta frumkóða]Viðhorf Vínarhringsins gagnvart frumspeki er gerð skýr skil af Carnap í grein hans „Überwindung der Metaphysik durch Logische Analyse der Sprache“ („Útrýming frumspekinnar með rökgreingu tungumálsins“) í öðru bindi tímaritsins Erkenntnis frá árinu 1932. Carnap segir að tungumál samanstandi af orðaforða og setningafræði. Sýndarfullyrðingar eða fullyrðingar sem virðast við fyrstu sýn hafa einhverja merkingu en hafa í raun enga eru myndaðar á tvenns konar hátt. Annaðhvort innihalda þær merkingarlaus orð eða þær eru mynduð á setningafræðilega rangan hátt. Samkvæmt Carnap eru sýndarfullyrðingar af báðum gerðum til staðar í frumspeki.
Ráðstefnur og útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Meðlimir Vínarhringsins voru mjög virkir við að dreifa heimspekihugmyndum sínum. Þó nokkrar ráðstefnur voru skipulagðar sem beindust að þekkingarfræði og vísindaheimspeki, með hjálp Berlínarhringsins. Það voru einnig nokkrar kynningarráðstefnur í Prag (1929), Kaliningrad (1930), Prag (1934) og þeirra fyrsta ráðstefna sem beindist að vísindaheimspeki var haldin í París (1935) og var henni fylgt eftir af ráðstefnum í Kaupmannahöfn (1936), París (1937), Cambridge, Bretlandi (1938), Cambridge, Massachusetts (1939). Ráðstefnan í Kaliningrad árið 1930 var mjög mikilvæg vegna þess að Kurt Gödel tilkynnti að hann hefði sannað fullkomleikasetningar sinnar af frumsendum (e. first-order logic) og ófullkomleikasetningar sinnar af formlegri talnafræði. Önnur mikilvæg ráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn 1936 þar sem fjallað var um skammtafræði og orsakaráhrif.
Á milli 1928 og 1937 birti Vínarhringurinn tíu bækur í safni sem kallað var Schriften zur wissenschaftlichen Weltauffassung (Fræðirit um vísindalega heimssýn) sem Schlick og Frank ritstýrðu. Bók Karls Popper, Logik der Forschung, var birt í þessu safni. Sjö verk voru birt í öðru safni sem kallað var Einheitswissenschaft (Sameinuð vísindi). Árið 1930 tóku Rudolf Carnap og Hans Reichenbach við ritstjórn tímaritsins Erkenntnis sem var gefið út á milli 1930 og 1940 (frá 1939 voru ritstjórnarir Otto Neurath, Rudolf Carnap og Charles Morris).
Eftirfarandi er listi sem inniheldur þau verk sem gefin voru út í ritsöfnunum tveimur sem ritstýrt var af Vínarhringnum. Schriften zur wissenschaftlichen Weltauffassung (Fræðirit um vísindalega heimssýn), ritstýrt af Schlick og Frank:
- Richard von Mises, Wahrscheinlichkeit, Statistik und Wahrheit [Líkur, tölfræði og sannleikur], 1928 (New York: Macmillan company, 1939)
- Rudolf Carnap, Abriss der Logistik, 1929
- Moritz Schlick, Fragen der Ethik [Vandi siðfræðinnar], 1930 (New York: Prentice-Hall, 1939)
- Otto Neurath, Empirische Soziologie, 1931
- Philipp Frank, Das Kausalgesetz und seine Grenzen [Lögmál áhrifamáttar og takmörk hans], 1932 (Dordrecht ; Boston: Kluwer, 1997)
- Otto Kant, Zur Biologie der Ethik, 1932
- Rudolf Carnap, Logische Syntax der Sprache [Rökfræðileg setningafræði tungumála], 1934 (New York: Humanities, 1937)
- Karl Raimund Popper, Logik der Forschung [Rökfræði vísindalegra uppgötvana], 1934 (New York: Basic Books, 1959)
- Josef Schächeter, Prolegomena zu einer kritischen Grammatik [Inngangur að nákvæmri málfræði], 1935 (Dordrecth ; Boston: D. Reidel Pub. Co., 1973)
- Victor Kraft, Die Grundlagen einer wissenschaftliche Wertlehre [Undirstöður fyrir nytsamlegri vísindalegri greiningu], 1937 (Dordrecth ; Boston: D. Reidel Pub. Co., 1981)
Einheitswissenschaft (Sameinuð vísindi), edited by Carnap, Frank, Hahn, Neurath, Joergensen (after Hahn's death), Morris (from 1938):
- Hans Hahn, Logik, Mathematik und Naturerkennen, 1933
- Otto Neurath, Einheitswissenschaft und Psychologie, 1933
- Rudolf Carnap, Die Aufgabe der Wissenschaftlogik, 1934
- Philipp Frank, Das Ende der mechanistischen Physik, 1935
- Otto Neurath, Was bedeutet rationale Wirtschaftsbetrachtung, 1935
- Otto Neurath, E. Brunswik, C. Hull, G. Mannoury, J. Woodger, Zur Enzyklopädie der Einheitswissenschaft. Vorträge, 1938
- Richard von Mises, Ernst Mach und die empiristische Wissenschaftauffassung, 1939
Þessi verk eru þýdd í Sameinuð vísindi: Fræðiritasafn Vínarhringsins, upphaflega ritstýrt af Otto Neurath, Kluwer, 1987. Fræðiritum er hér raðað í tímaröð, birt í Alþjóðlegu uppsláttarriti sameinaðra vísinda:
- Otto Neurath, Niels Bohr, John Dewey, Bertrand Russell, Rudolf Carnap, Charles Morris, Uppflettirit og sameinuð vísindi, 1938, 1. bindi nr. 1
- Charles Morris, Undirstöður kenninga um tákn, 1938, 1. bindi nr. 2
- Victor Lenzen, Aðferðir raunvísinda, 1938, 1. bindi nr. 5
- Rudolf Carnap, Undistöðuatriði rök- og stærðfræði, 1939, 1. bindi nr. 3
- Leonard Bloomfield, Hluti málvísinda í vísindum, 1939, 1. bindi nr. 4
- Ernest Nagel, Undirstöður líkindakenningarinnar, 1939, 1. bindi nr. 6
- John Dewey, Kenningin um ákvörðun verðmætis, 1939, 2. bindi nr. 4
- Giorgio de Santillana og Edgar Zilsel, Þróun rökhyggju og raunhyggju, 1941, 2. bindi nr. 8
- Otto Neurath, Undirstöður félagsvísinda, 1944, 2. bindi nr. 1
- Joseph Henri Woodger, Aðferð við kenningasmíðar, 1949, 2. bindi nr. 5
- Philipp Frank, Grunnur að eðlisfræði, 1946, 1. bindi nr. 7
- Erwin Frinlay-Freundlich, Heimsmyndarfræði, 1951, 1. bindi nr. 8
- Joergen Joergensen, Þróun röklegrar raunhyggju, 1951, 1. bindi nr. 9
- Egon Brunswik, Umgjörð hugtaka í sálfræði, 1952, 1. bindi nr. 10
- Carl Hempel, Grunnur að hugtakamyndun í raunvísindum, 1952, 2. bindi nr. 7
- Felix Mainx, Grunnur að líffræði, 1955, 2. bindi nr. 9
- Abraham Edel, Vísindi og uppbygging siðfræði, 1961, 2. bindi nr. 3
- Thomas Kuhn, Uppbygging vísindalegra byltinga, 1962, 2. bindi nr. 2
- Gherard Tintner, Aðferðafræði stærðfræðilegrar hagfræði og hagmælinga, 1968, 2. bindi nr. 6
- Herbert Feigl og Charles Morris, Atriða- og ritaskrá, 1969, 2. bindi nr. 10
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ayer, Alfred Jules. Logical Positivism (Glencoe, Ill: Free Press, 1959).
- Barone, Francesco. Il neopositivismo logico (Roma Bari: Laterza, 1986).
- Bergmann, Gustav. The Metaphysics of Logical Positivism (New York: Longmans Green, 1954).
- Cirera, Ramon. Carnap and the Vienna Circle: Empiricism and Logical Syntax (Atlanta: Rodopi, 1994).
- Friedman, Michael. Reconsidering Logical Positivism (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).
- Gadol, Eugene T. Rationality and Science: A Memorial Volume for Moritz Schlick in Celebration of the Centennial of his Birth (Wien: Springer, 1982).
- Geymonat, Ludovico. La nuova filosofia della natura in Germania (Torino, 1934).
- Giere, Ronald N. og Alan W. Richardson. Origins of Logical Empiricism (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1997).
- Kraft, Victor. The Vienna Circle: The Origin of Neo-positivism, a Chapter in the History of Recent Philosophy (New York: Greenwood Press, 1953).
- McGuinness, Brian. Wittgenstein and the Vienna Circle: Conversations Recorded by Friedrich Waismann. Joachim Schulte og Brian McGuinness tóku saman (New York: Barnes & Noble Books, 1979).
- Parrini, Paolo, Wesley C. Salmon og Merrilee H. Salmon (ritstj.). Logical Empiricism - Historical and Contemporary Perspectives (Pittsburgh: University of Pittsburgh Press, 2003).
- Reisch, George. How the Cold War Transformed Philosophy of Science : To the Icy Slopes of Logic. New York: Cambridge University Press, 2005.
- Salmon, Wesley og Gereon Wolters (ritstj.). Logic, Language, and the Structure of Scientific Theories: Proceedings of the Carnap-Reichenbach Centennial, University of Konstanz, 21–24 May 1991 (Pittsburgh: University of Pittsburgh Press, 1994).
- Sarkar, Sahotra. The Emergence of Logical Empiricism: From 1900 to the Vienna Circle (New York: Garland Publishing, 1996).
- Sarkar, Sahotra. Logical Empiricism at its Peak: Schlick, Carnap, and Neurath (New York: Garland Publishers, 1996).
- Sarkar, Sahotra. Logical Empiricism and the Special Sciences: Reichenbach, Feigl, and Nagel (New York: Garland Publishers, 1996).
- Sarkar, Sahotra. Decline and Obsolescence of Logical Empiricism: Carnap vs. Quine and the Critics (New York: Garland Publishers, 1996).
- Sarkar, Sahotra. The Legacy of the Vienna Circle: Modern Reappraisals (New York: Garland Publishers, 1996).
- Spohn, Wolfgang (ritstj.). Erkenntnis Orientated: A Centennial Volume for Rudolf Carnap and Hans Reichenbach (Boston: Kluwer Academic Publishers, 1991).