Vídalínsætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vídalínsætt er íslensk ætt kennd við Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu. Til hennar teljast niðjar Arngríms Jónssonar „lærða“ (1568–1648) og eiginkvenna hans tveggja, Sólveigar „kvennablóma“ Gunnarsdóttur (f. um 1570, d. 1627) og Sigríðar Bjarnadóttur (f. 1601).

  • Sólveig „kvennablómi“ Gunnarsdóttir var dóttir Gunnars Gíslasonar (1528-1605) klausturhaldara og bónda á Víðivöllum í Blönduhlíð og Guðrúnar Magnúsdóttur (f. 1530) konu hans, yngst eða næstyngst af 7 systkinum. Hún giftist Arngrími árið 1598 og átti með honum þrjú börn.
  • Sigríður „yngri“ Bjarnadóttir var dóttir Bjarna Gamalíelssonar (f. um 1550, d. 1635), rektors á Hólum, heimilisprests Guðbrands biskups og prests á Grenjaðarstað í Aðaldal og Þuríðar Guðmundsdóttur (f. um 1565), næstyngst af 16 eða 17 systkinum. Hún giftist Arngrími að Sólveigu látinni og átti með honum sex börn.

Börn Arngríms, Sólveigar og Sigríðar[breyta | breyta frumkóða]

  • Gunnar Arngrímsson (f. um 1600, d. 1642)
  • Ingibjörg Arngrímsdóttir (f. um 1630, d. fyrir 1703)
  • Solveig Arngrímsdóttir (f. um 1630)
  • Guðbrandur Arngrímsson Vídalín (1639-1719)