Fara í innihald

Undirstöðusetning örsmæðareiknings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Örsmæðareikningur

Undirstöðusetning
Markgildi
Samfelldni
Vigurgreining
Þinreikningur
Meðalgildissetningin

Deildun (diffrun)

Margfeldisreglan
Brotareglan
Keðjureglan
Fólgið fall
Setning Taylors
Listi yfir afleiður

Heildun (tegrun)

Listi yfir heildi
Óeiginlegt heildi
Hlutheildun
Hringheildun
Heildun snúða
Innsetningaraðferðin
Innsetning hornafalla
Heildun ræðra falla

Undirstöðusetning örsmæðareikninings er setning sem tengir saman deildun og heildun. Undirstöðusetningin skiptist í tvo hluta.

Fyrri hluti setningarinnar, sem kallast stundum fyrsta undirstöðusetning örsmæðareiknings, segir að stofnfall af gefnu falli má finna með því að heilda fallið yfir breytilegt bil. Þetta gefur til kynna tilvist stofnfalla fyrir samfelld föll.

Seinni hluti setningarinnar, sem kallast stundum seinni undirstöðusetning örsmæðareiknings, segir að heildi falls f yfir ákveðið bil er hægt að reikna með afleiðu af einu stofnfalli f. Þessi hluti setningarinnar hefur mikilvægar hagnýtingar vegna þess að hún gefur okkur kleift að leysa ákveðin heildi (heildi yfir gefið bil) með því að finna stofnfall fallsins sem er verið að heilda með og nota það til að leysa heildið í staðinn fyrir að leysa ákveðna heildið með tölulegum aðferðum.

Undirstöðusetningin

[breyta | breyta frumkóða]

Undirstöðusetninguna má skipta í tvo hluta. Fyrri hlutinn snýst um tengsl afleiða við stofnföll þeirra. Seinni hlutinn snýst um samböndin milli stofnfalla og ákveðin heildi (heildi yfir gefið fast bil).

Fyrsta undirstöðusetning örsmæðareiknings

[breyta | breyta frumkóða]

Látum vera raungilt fall sem er samfellt á lokaða bilinu . Látum vera fall skilgreint á eftirfarandi hátt fyrir öll í :

Þá er samfellt á lokaða bilinu , diffranlegt á opna bilinu og fyrir öll á opna bilinu .

Athugið að þessi setning hefur þá afleiðingu að fall hefur stofnfall er fallið sjálft er samfellt.

Fylgisetning

[breyta | breyta frumkóða]

Látum vera raungilt fall sem er samfellt á lokaða bilinu . Látum vera stofnfall skilgreint á lokaða bilinu . Þá er:

Athugið að þessi fylgisetning er stundum kölluð seinni undirstöðusetning örsmæðareiknings í ýmsum ritum og námskeiðum[1][2].

Seinni undirstöðusetning örsmæðareiknings

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi hluti setningunnar kallast stundum Newton-Leibniz frumsendan.

Látum vera raungilt fall skilgreint á lokaða bilinu og vera stofnfall á lokaða bilinu , þ.e.a.s. .

Ef er Riemann-heildanlegt á lokaða bilinu , þá er

Seinni hluti undirstöðusetningarinnar er sterkari en fylgisetningin því hún gerir ekki ráð fyrir að sé samfellt fall.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Weisstein, Eric W. „Fundamental Theorems of Calculus“. mathworld.wolfram.com (enska). Sótt 20. mars 2020.
  2. „6. Heildun — Stærðfræðigreining I (STÆ104G) 2018“. edbook.hi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2020. Sótt 20. mars 2020.