Tsuga sieboldii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tsuga sieboldii
Teikning úr Flora Japonica, Sectio Prima 1870
Teikning úr Flora Japonica, Sectio Prima 1870
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. sieboldii

Tvínefni
Tsuga sieboldii
Carr.
Samheiti

Tsuga sieboldii,[1] [2] [3]japönsku, einfaldnlega tsuga (栂)), er barrtré ættað frá japönsku eyjunum Honshū, Kyūshū, Shikoku og Yakushima. Í Evrópu og Norður Ameríku er tegundin stundum ræktuð til skrauts og hefur verið ræktuð þar síðan 1861.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Tréð er oft margstofna frá rót, en þétt krónan er breiðkeilulaga og ydd. Það getur náð að 30m hæð og stofninn eða stofnarnir um 250 sm að ummáli. Börkurinn er dökk bleik-grár að lit. Hann er sléttur með þverrákóttum bugðum á meðan það er ungt, en springur síðar í ferninga og flagnar. Blöðin eru eru þétt í óreglulega flötum röðum. Þau eru breið og snubbótt í samanburði við aðrar tegundir ættkvíslarinnar Tsuga, og eru þau breytileg að lengd; frá 0.7 cm til 2 cm löng og 0.2 cm breið. Þau eru mjúkydd með haki í oddinum og gljáandi dökkgræn að ofan. Neðan á blöðunum eru tvær breiðar, fölhvítar rendur loftaugna. Brumin eru með mjóum grunni og egglaga, dökk rauðgul að lit. Hreistrið er kúpt.[4]

Litningatalan er 2n = 24.[5]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bean, W.J., 1980Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 John Murray, London
  2. Farjon, A., 1990Pinaceae. [Regnum Vegetabile Vol. 121] Koeltz Scientific Books, Königstein
  3. Carrière, 1855 In: Traité Gén. Conif.: 186.
  4. Mitchell, Alan (1974). Trees of Britain & Northern Europe. London: Harper Collins Publishers. bls. 146. ISBN 0-00-219213-6.
  5. Tropicos. [1]


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.