Fara í innihald

Tricia Helfer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tricia Helfer
Tricia Helfer á Scream verðlaununum árið 2007
Tricia Helfer á Scream verðlaununum árið 2007
Upplýsingar
FæddTricia Janine Helfer
11. apríl 1974 (1974-04-11) (50 ára)
Ár virk2000 -
Helstu hlutverk
Númer Sex í Battlestar Galactica
Carla í Burn Notice
Alex Rice í Dark Blue
Alex Clark í The Firm

Tricia Helfer (fædd Tricia Janine Helfer, 11. apríl 1974) er kanadísk leikkona og fyrrverandi fyrirsæta sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Battlestar Galactica, Burn Notice, Dark Blue og The Firm.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Helfer er fædd og uppalin í Donalda, Alberta í Kanada og er af þýskum, enskum, sænskum og norskum uppruna.[1]

Þegar Helfer var sautján ára var uppgötvaði fyrirsætuútsendari hana fyrir utan kvikmyndahús.[1][2]

Helfer hefur verið gift lögfræðingnum Jonathan Marshall síðan 2003.

Helfer og samleikkona hennar Katee Sackhoff úr Battlestar Galactica stofnuðu vefsíðuna Acting Outlaws,[3] sem opin er fyrir framlögum til mismunandi styrktarverkefna og málstaða.[4]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirsæta[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1992 vann Helfer Ford Models Supermodel of the World keppnina og skrifaði síðan undir samning við Elite Model Management og seinna meir við Trump Model Management.[5] Helfer hætti sem tískufyrirsæta árið 2002.[6] Hefur hún komið fram í auglýsingum fyrir Ralph Lauren, Versace, Chanel og Giorgio Armani. Hefur hún einnig komið fram í tískusýningum fyrir Carolina Herrera, Christian Dior, Claude Montana, Givenchy, John Galliano og Dolce & Gabbana. Helfer hefur verið framan á tískutímaritum á borð við Flare, Amica, ELLE, Cosmopolitan, Marie Claire og Vogue.[7]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Helfer var árið 2002 í Jeremiah. Hefur hún komið fram sem gestaleikkona í þáttum á borð við Supernatural, CSI: Crime Scene Investigation, Chuck (sjónvarpsþáttur), Lie to Me og Criminal Minds. Árið 2004 þá var henni boðið hlutverk í Battlestar Galactica sem Númer Sex, sem hún lék til ársins 2009. Hún lék stór gestahlutverk í Burn Notice sem Carla og í Dark Blue sem Alex Rice. Hefur síðan 2012 verið sérstakur gestaleikari í The Firm sem Alex Clark.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Helfer var árið 2000 í Eventual Wife. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Genius Club, The Green Chain, Open House og Bloodwork.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2000 Eventual Wife Inga
2003 White Rush Eva
2006 The Genius Club Ally Simon
2006 Memory Stephanie Jacobs
2007 Spiral Sasha
2007 The Green Chain Leila Cole
2007 Walk All Over Me Celene
2010 Open House Lila
2010 A Beginner´s Guide to Endings Miranda
2011 Bloodwork Dr. Wilcox
2012 PostHuman Kali Talaði inn á
2012 The Forger Sasha
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2002 Jeremiah Sarah Þáttur: The Lond Road: Part 1
2002 CSI: Crime Scene Investigation Ashleigh James Þáttur: The Hunger Artist
2003 Battlestar Galactica - Mínisería Númer Sex 2 þættir
2004 Behind the Camera: The Unauthorized Story of Charlie's Angels Farah Fawcett-Majors Sjónvarpsmynd
2006 The Collector Janis Eisner Þáttur: The V.J.
2007 Them Naomi Tyler Moore Sjónvarpsmynd
2007 Supernatural Molly McNamara Þáttur: Roadkill
2007 Battlestar Galactica: Razor Númer Sex / Gina Inviere Sjónvarpsmynd
2008 Inseparable Rae Wicks Sjónvarpsmynd
2008 Late Show with David Letterman Númer Sex – Top Tíu Kynnar Þáttur nr. 15.85
2009 The Dealership Rachel Carson Sjónvarpsmynd
2007-2009 Burn Notice Carla 9 þættir
2008-2009 The Spectacular Spider-Man Svartur köttur / Felicia Hardy 3 þættir - Talaði inn á
2004-2009 Battlestar Galactica Númer Sex / Caprica 73 þættir
2009 Chuck (sjónvarpsþáttur) Fulltrúinn Alex Forrest Þáttur: Chuck Versus the Broken Heart
2009 Warehouse 13 Fulltrúinn Bonnie Belski Þáttur: Resonance
2009 Hidden Crimes Julia Carver Sjónvarpsmynd
2010 The Super Hero Squad Show Sif Þáttur: O, Brother – Talaði inn á
2010 Human Target Stephanie Dobbs Þáttur: Pilot
2010 Dark Blue Alex Rice 10 þættir
2010 Lie to Me Naomi Russell Þáttur: Double Blind
2010 The Whole Truth Bitsie Katz Þáttur: Liars
2011 Howlin´ for You Alexa Wolff Sjónvarpsmynd
2011 No Ordinary Family Sophie Adler Þáttur: No Ordinary Love
2011 Scooby-Doo! Mystery Incorporated Amanda Smyth Þáttur: Where Walks Aphrodite – Talaði inn á
2011 Franklin & Bash Brett Caiman Þáttur: Go Tell It on the Mountain
2009-2011 Two and a Half Men Gail 3 þættir
2011 Mistletoe Over Manhattan Lucy Martel Sjónvarpsmynd
2012 Criminal Minds Izzy Rogers 2 þættir
2012 The Firm Alex Clark 18 þættir
2012 Scent of the Missing Susannah Sjónvarpsmynd
Í eftirvinnslu

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Leo-verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramamynd fyrir Walk All Over Me.
  • 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Battlestar Galactica.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The Collector.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Leech, Eric J. (Spring 2008). „Tricia Helfer“ (PDF). Urban Male Magazine. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. október 2008. Sótt 7. september 2008.
  2. http://www.mahalo.com/tricia-helfer/
  3. „Who We Are“. The Acting Outlaws. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2010. Sótt 23. nóvember 2010.
  4. „Our Mission“. The Acting Outlaws. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2011. Sótt 23. nóvember 2010.
  5. „Tricia Helfer Profile on FMD – Tricia Helfer pictures / images“. Fashionmodeldirectory.com. Sótt 23. nóvember 2010.
  6. „TriciaHelfer.net“. Chat – Ask Tricia A Question. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2008. Sótt 5. júlí 2008.
  7. „Ferill Tricia Helfer á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2011. Sótt 9. maí 2012.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]