Tröllatré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tröllatré
Brum, blóm, fræbelgir og blöð E. tereticornis
Brum, blóm, fræbelgir og blöð E. tereticornis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Myrtales
Ætt: Myrtaceae
Undirætt: Myrtoideae
Fjölbreytni
um 700 tegundir
Einkennistegund
Eucalyptus obliqua
L'Hér. 1789
Náttúruleg útbreiðsla
Náttúruleg útbreiðsla
Samheiti

Aromadendron Andrews ex Steud.
Eucalypton St.-Lag.
Eudesmia R.Br.
Symphyomyrtus Schauer

Tröllatré (fræðiheiti: Eucalyptus,[1] L'Héritier 1789)[2] er stór ættkvísl runna og trjáa í myrtu ætt, Myrtaceae. Þessi ættkvísl er ríkjandi í Ástralíu og einungis 9 tegundir ættkvíslarinnar vaxa ekki þar. Það eru yfir 700 tegundir af Eucalyptus og aðeins 15 sem finnast náttúrulega utan Ástralíu; í Nýju-Guíneu og Indónesíu. Ein tegund, Eucalyptus deglupta, vex norður til Filippseyja.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Eucalyptus regnans, Tasmania
Eucalyptus camaldulensis, Murray River, Tocumwal, New South Wales
Eucalyptus cretata, Melbourne
Eucalyptus angustissima, Melbourne
Eucalyptus platypus, Melbourne

Blöð[breyta | breyta frumkóða]

Nær allar tegundir af eucalyptus eru sígrænar, en sumar hitabeltistegundirnar missa blöðin við lok þurrkatímabilsins. Eins og hjá öðrum tegundum myrtu ættar, eru Eucalyptus blöð þakin olíukirtlum.

Eucalyptus tetragona, með bládöggvuð blöð og greinar
Fræ af Eucalyptus camaldulensis

Blöðin á fullvöxnum Eucalyptustrjám eru oftast lensulaga, stakstæð og vaxkennd eða gljáandi græn. Aftur á móti eru blöðin á smáplöntum gagnstæð og bládöggvuð, en margar undantekningar þekkjast.

Eucalyptus leucoxylon var. 'Rosea'
Blóm Eucalyptus melliodora
Dökkur, sprunginn börkur á E. sideroxylon
Börkur E. angophoroides
Marglitur börkur E. deglupta ættuðum frá suðaustur Asíu
Börkur E. quadrangulata

Skyldar ættkvíslir[breyta | breyta frumkóða]

Lítil ættkvísl af líkum trjám, Angophora, hefur einnig verið þekkt síðan á 18du öld. Erfðafræðirannsóknir og aðrar greiningar bentu árið 1995 til að nokkrar þekktar eucalyptus tegundir væru í raun skyldari Angophora en öðrum Eucalyptus; þær voru settar í eigin ættkvísl: Corymbia. Þrátt fyrir að vera aðskildar, eru þessir þrír hópar tengdir og er þessar þrjár ættkvíslir, Angophora, Corymbia og Eucalyptus, saman nefndar "eucalypts".

Eucalyptus regnans, yfir 80 m hátt, á svæði með verulegu skógarhöggi, Tasmania

Hæstu tré[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar eucalyptus tegundir eru meðal hæstu tegunda heims. Eucalyptus regnans, er hæst allra blómstrandi plantna (angiosperms); hæsta eintakið er Centurion er 99,6m hátt.[3][4] Degli er jafnhátt, aðeins Sequoia sempervirens er hærri, og þau eru barrtré (gymnosperm). Sex aðrar eucalyptus tegundir ná yfir 80 metrum á hæð: Eucalyptus obliqua, Eucalyptus delegatensis, Eucalyptus diversicolor, Eucalyptus nitens, Eucalyptus globulus og Eucalyptus viminalis.

Frostþol[breyta | breyta frumkóða]

Yfirleitt þolir eucalyptus ekki mikinn kulda. Þó að víða þar sem eucalyptus vex kemur vægt frost, þá þola þau yfirleitt ekki að hitinn fari niður fyrir -5°C;[5][6][7] harðgerðasta tegundin er Eucalyptus pauciflora, sem getur þolað að hitinn fari niður í -20°C. Tvær undirtegundir, E. pauciflora subsp. niphophila og E. pauciflora subsp. debeuzevillei er enn harðgerðari og geta þolað nokkuð harða vetur. Nokkrar aðrar tegundir, sérstaklega frá hásléttum og fjöllum mið Tasmaníu svo sem Eucalyptus coccifera, Eucalyptus subcrenulata og Eucalyptus gunnii,[8] hafa myndað sérstaklega harðgerðar gerðir og fræ sem er safnað af þessum kuldaþolnu gerðum eru ræktuð sem skrautplöntur á kaldari svæðum heimsins.

Phascolarctos cinereus (kóala) að éta Eucalyptus blöð
Pergidae sp. lirfur á eucalyptus blöðum
Fallnar greinar af E. camaldulensis á göngustíg
Eucalyptus pauciflora í Namadgi National Park
Röð af 2 ára klónuðum trjám nálægt Kattumunnur í Karur.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Athugasemdir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sunset Western Garden Book, 1995:606–607
 2. L'Héritier de Brutelles, C. L. (1789). "Sertum Anglicum. Didot. Paris.
 3. „Tasmania's Ten Tallest Giants“. Tasmanian Giant Trees Consultative Committee. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2008. Sótt 7. janúar 2009.
 4. „The World's New Tallest Tree“.
 5. Sellers, C. H. (1910). Eucalyptus: Its History, Growth, and Utilization. A.J. Johnston. bls. 13.
 6. Sekella, D. (janúar 2003). „Cold Hardiness of Five Eucalypts in Northern California“. Pacific Horticulture. Pacific Horticulture Society. 64 (1). Sótt 31. ágúst 2016.
 7. Hasey, J. K.; Connor, J. M. (1. mars 1990). „Eucalyptus shows unexpected cold tolerance“. California Agriculture. University of California. 44 (2): 25–27. Sótt 31. ágúst 2016.
 8. Eucalyptus gunnii subsp. divaricata (Miena Cider Gum)“. [Australian] Threatened species & ecological communities. Dept. of the Environment [Australia]. Sótt 23. nóvember 2013.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 • Myburg et al. The genome of Eucalyptus grandis, Nature(2014), doi:10.1038/nature13308
 • Bennett, B.M. The El Dorado of Forestry: The Eucalyptus in India, South Africa, and Thailand, 1850–2000 55, Supplement 18 (2010): 27-50.
 • Blakely, W.F., A Key to the Eucalypts: with descriptions of 522 species and 150 varieties. Third Edition, 1965, Forest and Timber Bureau, Canberra.
 • Boland, D.J.; M.I.H.; McDonald; M.W.; Chippendale; G.M.; Hall; N.; Hyland; B.P.M.; Kleinig; D.A. (2006). Forest Trees of Australia. Collingwood, Victoria: CSIRO Publishing. 5th edition. ISBN 0-643-06969-0
 • Brooker, M.I.H.; Kleinig, D.A. (2006). Field Guide to Eucalyptus. Melbourne: Bloomings. Third edition. ISBN 1-876473-52-5 vol. 1. South-eastern Australia.
 • Kelly, Stan, text by G. M. Chippendale and R. D. Johnston, Eucalypts: Volume I. Nelson, Melbourne 1969, 1982, etc.
 • L'Héritier de Brutelles, C. L. (1789). Sertum Anglicum. Paris: Didot.
 • Richard K. P. Pankhurst (1968). Economic History of Ethiopia. Addis Ababa: Haile Selassie I University.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]