Fara í innihald

Blágúmmítré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eucalyptus globulus)
Blágúmmítré
E. globulus í Hawaii
E. globulus í Hawaii
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Myrtales
Ætt: Myrtaceae
Undirætt: Myrtoideae
Ættkvísl: Eucalyptus
Tegund:
E. globulus

Tvínefni
Eucalyptus globulus
Labill.

Blágúmmítré (fræðiheiti: Eucalyptus globulus), einnig kallað fenjagleypir og sóttvarnartré, er hraðvaxta tré af brúðarlaufætt (Myrtacee). Það er upprunnið í Ástralíu og Tasmaníu en ræktað víða meðal annars í Portúgal, Brasilíu og Kaliforníu. Tréð er nytjaviður og er viðurinn gulleitur og þéttur og hentar til pappírsgerðar og úr honum er eimuð olía. Tréð þarf mikið vatn til vaxtar og hefur verið notað á heittempruðum svæðum til að þurrka upp mýrar en við það hverfa að miklu leyti moskítóflugur og aðrar flugur sem valda sjúkdómum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.