The Last of Us

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
The Last of Us
The Last of Us
Leikurinn logo
Framleiðandi Flag of the United States.svg Naughty Dog
Útgefandi Newworldmap.svg Sony Interactive Entertainment
Sería The Last of Us
Tilkynningar dagur 10. desember 2011
Útgáfudagur PlayStation 3:
14. júní 2013
PlayStation 4:
29. júlí 2014
Leyfi Eigin
Útgáfa 1.11 (PS3)
1.09 (PS4)
Tegund Ævintýraleikir
Hululeikur
Hrollvekja
Aldursmerking ACB: R18+ — Restricted 18+
CERO: Z — Ages 18 and up only
ESRB: M — Mature
GSRR: R — Restricted
PEGI: 18
USK: 18
RARS: 18+
Skaparar
Leikstjórar Bruce Straley (leikstjóri leiksins)
Neil Druckmann (skapandi leikstjóri, handritshöfundur)
Hönnuðir Jacob Minkoff (leiða hönnuður)
Richard Cambier
Mark Davis
Benson Russell
Forritarar Travis McIntosh (leiða forritari)
Jason Gregory
Listamenn Erick Pangilinan (list leikstjóri)
Nate Wells
Handrit Neil Druckmann
Lagahöfundur Gustavo Santaolalla
Tæknileg gögn
Leikjatölva PlayStation 3
PlayStation 4
Leikjavél Havok
Spilunarmöguleikar Einspilun, fjöldaspilun á netinu
Tungumál Helstu tungumál í heiminum
Inntakstæki DualShock 3
DualShock 4
Opinber vefsíða
Commons-logo.svg The Last of Us á Wikimedia Commons

The Last of Us er hrollvekju-/spennuleikur frá árinu 2013. Leikurinn var hannaður af Naughty Dog og gefinn út af Sony Computer Entertainment eingöngu fyrir PlayStation 3. Leiknum var leikstýrt af Bruce Straley og Neil Druckmann. Leikinn skartar leikarana Troy Baker og Ashley Johnson í aðalhlutverkum (sem radd- og hreyfiföngunarleikarar) og fjallar um líf mannkynsins rúmum tuttugu árum eftir að pöddusveppur, skæður sníkjusveppur, nýtir sér menn sem hýsla. Leikurinn kom út í júní 2013.

Leikurinn vann fjögur verðlaun á tölvuleikjaverðlaunum BAFTA 2014 fyrir besta ævintýraleikinn, bestu söguna, besta hljóðið og besta leikinn.[1]

Framhaldið af leiknum er í vinnslu undir nafninu The Last of Us Part II og er væntanlegt á næstu árum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2013 býr Joel (Troy Baker) rólegu lífi í Texas sem einstæður faðir. Skyndilega sýkist fjöldinn allur af fólki af nýrri tegund af pöddusveppum. Joel reynir að flýja ásamt dóttur sinni Söruh (Hana Hayes) og bróður sínum Tommy (Jeffrey Pierce) en hermaður einn skýtur Söruh til bana.

Tuttugu árum seinna lifir Joel einsamall í sóttkvíarsvæði inn í Boston, Massachussetts. Hann vinnur sem smyglari ásamt félaga sínum Tess (Annie Wersching) og smyglar vopnum og byrgðum inn og út úr sóttkvíarsvæðinu. Líf Joels breytist þegar Marlene (Merle Dandridge), leiðtogi byltingarhópsins Eldflugurnar (Fireflies), ræður þau til að smygla hinni 14-ára gömlu Ellie (Ashley Johnson) út úr sóttkvínni til annars Eldflugna-hóps.

Á leiðinni eru Joel, Tess og Ellie handsömuð af hermönnum sem skanna þau fyrir pöddusveppasýkingu. Þeim tekst að drepa hermennina og komast að því að Ellie er sýkt en sýnir engin merki um umbreytingar þrátt fyrir að hafa verið bitin fyrir þremur vikum síðan. Ellie segir þeim að Eldflugurnar ætluðu að notfæra ónæmiseiginleika hennar til að búa til lækningu gegn sýkingunni.

Þegar þau koma til hópsins eru þeir allir dánir og Tess sýnir þeim að hún var bitin á leiðinni. Hún heimtar að Joel taki Ellie til bróður síns Tommy sem býr í Wyoming. Tommy var áður fyrr meðlimur af Eldflugunum og ætti að vita hvar rannsóknarstofan þeirra sé. Eftir að Tess fórnar sér halda Joel og Ellie í ferð um Bandaríkin og þurfa þau að læra að reiða sig hvort á annað ef þau ætla að lifa af.

Leikarar og persónur[breyta | breyta frumkóða]

(þess má geta allir leikararnir sem eru nefndir voru bæði radd- og hreyfiföngunarleikarar)

 • Troy Baker sem Joel
 • Ashley Johnson sem Ellie
 • Annie Wersching sem Tess
 • Jeffrey Pierce sem Tommy
 • Merle Dandridge sem Marlene
 • Hana Hayes sem Sarah
 • W. Earl Brown sem Bill
 • Brandon Scott sem Henry
 • Nadji Jeter sem Sam
 • Ashley Scott sem Maria
 • Robin Atkin Downes sem Robert
 • Nolan North sem David
 • Reuben Langdon sem James

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Bafta games: The Last of Us clears up at awards BBC News

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.