Hululeikur
Útlit
Hululeikur er tegund af tölvuleik þar sem spilarar fá umbun fyrir að dyljast til að forðast eða sigra andstæðinga. Í slíkum leikjum er spilari oft í felum, í dulargervi og reynir að forðast að framkalla hávaða. Í sumum leikjum getur spilari valið milli þess að læðast um og koma aftan að eða gera beina árás en stundum þannig að fleiri stig fást fyrir að dyljast. Sumir leikir blanda saman hululeik við fyrstu persónu skotleik og jafnvel pallaleiki.