Naughty Dog

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Naughty Dog
Rekstrarform Tölvuleikjaframleiðandi
Stofnað 1984
Staðsetning Fáni Bandaríkjana Santa Monica, Kalifornía (Bandaríkin)
Starfsemi Tölvuleikir iðnaður
Vefsíða Opinber vefsíða

Naughty Dog er bandarískt tölvuleikjahönnunarfyrirtæki sem er staðsett í Santa Monica, Kaliforníu og er í eigu Sony Interactive Entertainment. Fyrirtækið var stofnað 1984 og í dag er það þekktast fyrir að hanna leiki eins og Crash Bandicoot, Jak & Daxter, Uncharted og The Last of Us.

Fyrirtækjayfirgrip[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirtækið var stofnað sem JAM Software 1984 af Jason Rubin og Andy Gavin þegar þeir voru unglingar. Nafn fyrirtækisins var breytt í Naughty Dog árið 1989

Frá 1984 til 1994 hönnuðu Rubin og Gavin alla leikina sjálfir; Rubin sá um teikningarnar og að hanna borðin á meðan Gavin var forritarinn. Eftir að þeir kláruðu slagsmálaleikinn Way of the Warrior árið 1994 fyrir Universal Interactive Studios fengu þeir samning að gera leik fyrir PlayStation-leikjatölvuna. Þeir réðu nýtt starfsfólk til að hjálpa sér með leikinn sem varð svo að Crash Bandicoot og kom út haustið 1996.

Crash Bandicoot varð vinsæll um allan heim og Naughty Dog gerðu tvo framhaldsleiki og kappakstursleik frá 1997-1999. En Naughty Dog hættu að vinna með Universal og seldu fyrirtækið til Sony Computer Entertainment árið 2001 og fyrir PlayStation 2 gerðu þeir víðáttuheimshasarleikina Jak & Daxter frá 2001-2005.

Árið 2004 yfirgáfu Rubin og Gavin fyrirtækið til þess að einbeita sér á öðrum verkefnum fyrir utan leikjahönnun. Evan Wells og Christophe Balestra tóku við sem forstjórar fyrirtækisins og ásamt Amy Hennig leiddu nýja Naughty Dog-teymið í að hanna Uncharted: Drake's Fortune fyrir PlayStation 3 sem kom út um veturinn 2007.

Eftir að hafa klárað framhaldsleikinn fyrir Uncharted árið 2009 skiptist Naughty Dog-teymið í tvennt. Eitt teymið vann að Uncharted 3: Drake's Deception, sem kom út 2011, á meðan hitt teymið hannaði The Last of Us, sem kom út 2013. Báðir Uncharted-framhaldsleikirnir og The Last of Us eru taldir einir áhrifamestu leikirnir fyrir PlayStation 3-kynslóðina.

Í mars 2014 yfirgaf Amy Hennig fyrirtækið. Wells og Balestra fengu Bruce Straley og Neil Druckmann, sem höfðu lokið hönnun á The Last of Us, að klára Uncharted 4 sem kom svo út 2016 og er síðasti Uncharted-leikurinn með Nathan Drake. Christophe Balestra og Bruce Straley yfirgáfu síðan fyrirtækið árið 2017, um það leytið þegar Naughty Dog gaf út síðasta Uncharted-leikinn sinn - Uncharted: The Lost Legacy.

Árið 2018 var Neil Druckmann, rithöfundur og hönnuður hjá Naughty Dog, hækkaður í tign sem varaforstjóri fyrirtækisins. Naughty Dog gaf svo framhaldinu að The Last of Us í júní 2020 og þrátt fyrir góða viðtöku frá gagnrýnendum og sterkar sölur þá fékk fyrirtækið hvöss viðbrögð frá sumum aðdáendum út af sögu leikjarins.

Í desember 2020 varð Neil Druckmann gerður að meðforstjóra fyrirtækisins ásamt Wells. Alison Mori og Christian Gyrling voru gerð að varaforstjórum í hans stað.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]