Teigur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft upp að Teig með Þríhyrning í bakgrunn.

Teigur er tvíbýli í Fljótshlíð og skiptist í Austur-bæ og Vestur-bæ. Í kringum árið 1200 var bærinn krikjustaður og jarðarinnar er getið í kirknaskrá Páls biskups[1].

Eitt sinn átti jörðin land innst með Krossá sem heitir Teigstungur og var heimilt að hafa allt að 25 kindur á útigangi. Einnig átti býlið Bryggnafjöru í Landeyjum og skógarítak á Miðmörk sem kallast Teigstún.

Kartöfluuppskera í Teigi með Tindfjallajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul í sýn.

Sögur frá Teigi[breyta | breyta frumkóða]

Í dag er Teigur öflugur og myndalegur bóndabær með kindur, kýr, hesta og hunda. Árið 2019 voru bræðurnir Tómas og Guðni Jensson og Arna Arnþórsdóttir bændur á Teigi með 700 fjár. Rataði bærinn í fréttirnar það árið útaf ánni Sölku sem eignaðist 5 lömb, þrjár gimbrar og tvo hrúta[2].

Úr riti frá Fornleifastofnun Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Úr riti Fornleifastofnunar Íslands um Rangárvallarsýslu er tekið saman upplýsingar um Teig á blaðsíðu 48[1]. Meðal annars er skrifað eftirfarandi:

Mylla[breyta | breyta frumkóða]

Heimild er að kornmylla var um skeið við lækinn í Teig, skv. Sunnlenskum byggðum.

Álfar[breyta | breyta frumkóða]

“Í gili, sem er í túni Austurbæjar, er klettur, sem heitir Búasteinn. Var sú trú á honum, að ekki mætti hreyfa hann eða umhverfi hans.” Segir í örnefnalýsingu.

Kirkjan[breyta | breyta frumkóða]

Kirkjan á sér sögu frá 1200. Árið 1493 gaf Jón Pálsson prestur, Brandi Jónssyni umboð sitt yfir Breiðabólsstað og Teigi.


Árið 1802 var Hlíðarendakirkja lögð niður og sóknin lögð til Teigs. Árið 1896 var Teigskirkja lögð niður og sóknin færð aftur í Hlíðarendakirkju sem var endurbyggð.[1]

Kirkjugarðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Við krikjuna var kirkjugarður og þegar reist var eitt íbúðarhús fyrir austurbæinn þá þurfti að breyta um upphaflega byggingareitinn þar sem byggingarmenn grófu óvart upp mannabein.

Legsteinn Brynjólfs Þórðarssonar Thorlacius[breyta | breyta frumkóða]

Legsteins Brynjólfs Þórðarssonar liggur enn í Teigi en hann lést 1762 á Hlíðarenda og var sonur hann Þórður Thorlacius bóndi í Teigi.

Legsteinn Brynjólfs Þórðarssonar og Jórunnar Skúladóttur
Legsteinn Brynjólfs Þórðarssonar og Jórunnar Skúladóttur

Grafskriftin er:

Þaðan

sundrast og saman koma

andvana moldir

þeirra

göfugu, guðhræddu og nafnfrægu

hjóla

Brynjólfs Thordarsonar

Thorlacii

og

Jórunnar Skúladóttur

hann var

forðum sýslumaður konungs í Árnesþingi

tvisvar kvongaðist hann og tvisvar varð

hann ekkjumaður. Hann lifði í hinu fyrra

hjónabandi í 5 ár og því síðara 50 en í

embættinu 6 ár. Alls lifði hann 81 ár.

Fæddist árið 1681, dó árið 1762.

Hún lifði ásamt honum í helgum egta-

skap 50 ár. Hvurn guð blessaði þeim

með 3 sonum og dóttur.

Alls lifði hún 68 ár.

Fæddist árið 1693, dó árið 1761.

Jesaja 25, vers 8: Hann mun daðann

uppsvelgja eilíflega og drottna

drottinn mun þerra tárin af allra and-

liti og burttaka forsmán síns fólks

af allri jörðinni, því að

drottinn hefur það sagt.

Bændur á Teigi[breyta | breyta frumkóða]

Ár Nafn Athugasemd
1500 Hjalti Magnússon og Anna Vigfúsdóttir Anna var dóttir Vigfúsar Erlendssonar. Í Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju, Bindi 2 segir að frá Önnu er komin Teigsætt[3]. Anna lést fyrir 1572.
1577-1609 Magnús Hjaltason og Þórunn Björnsdóttir. Magnús var fæddur um 1535, og var sonur Önnu og Hjalta. Magnús var lögréttumaður.
1741 Þórður Thorlacius og Kristín Sigurðardóttir Þórður Thorlacius Brynjólfsson fæddist á Teigi 1712 og lést 1791, var klausturhaldari í Teigi. Afi Þórðar var Þórður Þorláksson (1637-1697) Skálholtsbiksup og faðir Brynjólfur Thorlacius Þórðarson sýslumaður í Rangárvallarsýslu. Kristín Sigurðardóttir fædd 1714 á Saurbæ á Kjalarnesi, lést 1785. Þau voru foreldrar Skúla Thorlacius Þórðarsonar fornfræðings í Kaupmannahöfn.
1801-1816 Tómas Jónsson og Guðbjörg Nikulásdóttir Tómas fæddist á Heylæk 1769 og lést 1836. Guðbjörg fædd 1766 og lést 1828.
1929 Albert Eyvindsson Faðir Margrétar Albertsdóttur[4].
? - 1955 Jóhann Guðmundur Jensson og Margrét Albertsdóttir Jóhann fæddist 1895 á Torfastöðum í Fljótshlíð og Margrét 1900 í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi. Hann lést árið 1978 og hún 1989.
1955 - 1972 Ágúst Jóhannsson og Sigrún Runólfsdóttir Hófu búskap nýgift árið 1955[5].
1957 - 2009 Jónína Guðmundsdóttir og Árni Jóhannsson Árni lést árið 2009. Þau keyptu jörðina Teig II árið 1957 eftir að árni hafa lokið prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1955. Var fjallkóngur á afrétt Fljótshlíðinga í 19 ár samfellt[6]. Jónína lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Laugarvatni árið 1956[7]. Jónína var barnabarn Páls Jónssonar bónda í Kelduhverfi.
1972 - 2015 Auður Ágústsdóttir og Jens Jóhannsson Hjónin keyptu Teig I af bróður Jens árið1972.
? - Í dag Arna Arnþórsdóttir og Guðni Jensson Teigur II.
? - Í dag Tómas Jensson Teigur I.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. janúar 2022. Sótt 21. apríl 2022.
  2. Magnús Hlynur Hreiðarsson (maí 2019). „Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum“. visir.is.
  3. „Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju, Bindi 2“. Hið Íslenzka bókmenntafélag. 1860.
  4. DV (september 1996). „Tímarit, DV, um Guðna Jóhannsson“.
  5. Minningargrein (Maí 2018). „Ágúst Jóhannsson“. mbl.is.
  6. Minningargreinar (2009). „Árni Jóhannsson“. mbl.is.
  7. Minningargrein (2011). „Minningargrein Jónínu“. mbl.is.