Fara í innihald

1989 (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
1989
Kápan á stöðluðu útgáfunni í Norður-Ameríku
Breiðskífa eftir
Gefin út27. október 2014 (2014-10-27)
Hljóðver
  • Conway Recording (Los Angeles)
  • Jungle City (New York)
  • Lamby's House (Brooklyn)
  • MXM (Stokkhólmur)
  • Pain in the Art (Nashville)
  • Elevator Nobody (Gautaborg)
  • The Hideaway (London)
StefnaHljóðgervlapopp
Lengd48:41
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
Red
(2012)
1989
(2014)
Reputation
(2017)
Smáskífur af 1989
  1. „Shake It Off“
    Gefin út: 19. ágúst 2014
  2. „Blank Space“
    Gefin út: 10. nóvember 2014
  3. „Style“
    Gefin út: 9. febrúar 2015
  4. „Bad Blood“
    Gefin út: 17. maí 2015
  5. „Wildest Dreams“
    Gefin út: 31. ágúst 2015
  6. „Out of the Woods“
    Gefin út: 19. janúar 2016
  7. „New Romantics“
    Gefin út: 23. febrúar 2016

1989 er fimmta breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 27. október 2014 af Big Machine Records. Swift samdi plötuna til að aðlaga tónlistarstílnum sínum að popptónlist og dró innblástur úr hljóðgervlapoppi 9. áratugarins. Hún nefndi 1989 eftir fæðingarárinu sínu og fékk Max Martin með sér í upptökustjórn.

Swift tók upp plötuna á mörgum stöðum í Bandaríkjunum með upptökustjórum líkt og Martin, Shellback, Jack Antonoff, Ryan Tedder, Nathan Chapman, og Imogen Heap. Framleiðsla plötunnar einkennist mikið af eiginleikum raftónlistar sem telst vera andstæða við fyrri plötur Swift. Lögin fjalla um líf hennar og fyrri ástarsambönd frá léttlyndu sjónarhorni.

Fyrir auglýsingu plötunnar hóf Swift tónleikaferðalagið 1989 World Tour árið 2015. Meðal þeirra sjö smáskífna sem voru gefnar út, komust þrjár á topp Billboard Hot 100; „Shake It Off“, „Blank Space“, og „Bad Blood“. 1989 dvaldi 11 vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem níföld platínuplata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka á heimsvísu og var viðurkennd sem fjölplatína í mörgum löndum.

1989 vann flokkana plata ársins (Album of the Year) og besta söng-popp platan (Best Pop Vocal Album) á Grammy-verðlaununum árið 2016. Hún hefur verið nefnd á listum yfir bestu plötur allra tíma hjá tímaritum líkt og Rolling Stone. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, 1989 (Taylor's Version), þann 27. október 2023.

1989 – Stöðluð útgáfa[1]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
1.„Welcome to New York“
  • Swift
  • Tedder
  • Noel Zancanella
3:32
2.„Blank Space“
  • Martin
  • Shellback
3:51
3.„Style“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Ali Payami
  • Martin
  • Shellback
  • Payami
3:51
4.„Out of the Woods“
  • Swift
  • Antonoff
  • Martin
3:55
5.„All You Had to Do Was Stay“
  • Swift
  • Martin
  • Martin
  • Shellback
  • Mattman & Robin
3:13
6.„Shake It Off“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:39
7.„I Wish You Would“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
  • Martin
  • Greg Kurstin
3:27
8.„Bad Blood“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:31
9.„Wildest Dreams“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:40
10.„How You Get the Girl“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
4:07
11.„This Love“Swift
  • Swift
  • Nathan Chapman
4:10
12.„I Know Places“
  • Swift
  • Tedder
  • Swift
  • Tedder
  • Zancanella
3:15
13.„Clean“
  • Swift
  • Heap
4:30
Samtals lengd:48:41
1989 – Deluxe útgáfa (aukalög)[2]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
14.„Wonderland
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
4:05
15.„You Are in Love“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
4:27
16.„New Romantics“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:50
Samtals lengd:60:23
1989 – Deluxe útgáfa á geisladisk (aukalög)[3]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
17.„I Know Places“ (píanó/raddupptaka)
  • Swift
  • Tedder
Swift3:36
18.„I Wish You Would“ (lag/raddupptaka)
  • Swift
  • Antonoff
Swift1:47
19.„Blank Space“ (gítar/raddupptaka)
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
Swift2:11
Samtals lengd:68:37

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Taylor Swift (2014). 1989 (CD liner notes). Big Machine Records. BMRBD0500A.
  2. Taylor Swift (2014). 1989 (digital booklet) (deluxe. útgáfa). Big Machine Records.
  3. „Taylor Swift – 1989 (Deluxe Edition) – Target Exclusive“. Target Corporation. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2014. Sótt 21. október 2014.