Fara í innihald

Svartá (Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svartá
Map
Staðsetning
LandÍsland
SýslaSkagafjörður (sveitarfélag)
Einkenni
Hnit65°39′N 19°30′V / 65.65°N 19.5°V / 65.65; -19.5
Lengd40 km
breyta upplýsingum

Svartá er bergvatnsá í vestanverðum Skagafirði, innarlega. Allmikið lindavatn er í ánni inn til hálendisins en dragáreinkennin fara vaxandi er utar dregur. Hún kemur upp á Eyvindarstaðaheiði og rennur um Svartárdal og síðan milli Neðribyggðar og Reykjatungu. Þar er foss í ánni sem heitir Reykjafoss.[1] Nokkru neðan hans, í grennd við Vindheimamela breytir áin um nafn og heitir eftir það Húseyjarkvísl. Hún fellur neðan við Varmahlíð og til Héraðsvatna skammt fyrir innan Glaumbæ.[2]

Í fornritum kemur fram að Jökulsá, eða hluti af Héraðsvötnum, rann þá vestur með Vindheimabrekkunum, og rann Svartá þá í jökulvatnið á þeim stað sem áin skiptir nú um nafn.

Margar ár á Íslandi bera nafnið Svartá. Flestar falla þær í jökulár og vatn þeirra, eða öllu heldur árbotninn, sýnist mjög dökkleitur, jafnvel svartur, í samanburði við hið ljósa og skollitaða jökulvatn. Þetta hefur vafalítið oftast orðið tilefni nafngiftarinnar.

Einkennistölur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dragá og lindá
  • Lengd: Svartá 40 km, Húseyjarkvísl 19 km
  • Rennslismælir: Nr. 10, við Reykjafoss
  • Mælitímabil: 1964–2007
  • Vatnasvið ofan mælis: 393 km², vatnasvið alls: 432 km²
  • Meðalrennsli: 10,5 m³/s
  • Hámarksrennsli: 183 m³/s (augnabliksrennsli)
  1. Kristinn Kristinsson (2013). „Rannsóknir á seiðastofnum í Svartá í Skagafirði árið 2013“ (PDF). Veiðimálastofnun. bls. 7.
  2. Arason, Vignir. „Húseyjarkvísl í Skagafirði – Veiðistaðavefurinn“. Sótt 26. nóvember 2024.