Fara í innihald

Neðribyggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Neðribyggð er byggðarlag í Skagafirði og var áður hluti af Lýtingsstaðahreppi. Sveitin liggur meðfram Svartá og nær fram að Mælifellsá, samhliða Efribyggð, sem er nær fjöllunum. Þar eru þessir bæir frá fornu fari, taldir frá norðri til suðurs:

  • Daufá
  • Gilkot (nú Steintún)
  • Nautabú
  • Reykjavellir
  • Saurbær og
  • Skíðastaðir.

Allmörg nýbýli og smábýli hafa verið byggð í sveitinni á síðari árum og á nýbýlinu Varmalæk úr landi Skíðastaða var lengi verslun og vísir að svolitlu þorpi.

Óvíst er hver nam land á Neðribyggð því Landnámabók greinir ekki frá því en þess hefur verið getið til að byggðin hafi annaðhvort verið hluti af landnámi Álfgeirs, sem nam Efribyggð, eða að hún hafi verið landnám Þorviðar, sem virðist samkvæmt Landnámu hafa numið sama land og Vékell hamrammi.