Fara í innihald

Húseyjarkvísl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húseyjarkvísl er bergvatnsá í Skagafirði, kemur upp á Eyvindarstaðaheiði og heitir þar Svartá, fellur um Svartárdal og meðfram Reykjatungu niður í Vallhólm en þar breytir hún um nafn og heitir eftir það Húseyjarkvísl.[1] Hún fellur svo milli Vallhólms og Neðribyggðar, fyrir neðan Varmahlíð og síðan út með Langholti og fellur svo í Héraðsvötn.[2]

Húseyjarkvísl er ágæt silungsveiðiá og einnig er í henni lax.[3][4] Hún er kennd við bæinn Húsey í Vallhólmi. Landið sem hún rennur um er ákaflega slétt og áin fellur víðast hvar í lygnum bugðum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Veiði hafin í Svartá í Skagafirði“. www.mbl.is. Sótt 6. júlí 2024.
  2. „Húseyjarkvísl - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 6. júlí 2024.
  3. „Húseyjarkvísl - Veiðiheimar“ (bandarísk enska). Sótt 6. júlí 2024.
  4. „Húseyjarkvísl stefnir í slakt meðalár“. www.mbl.is. Sótt 6. júlí 2024.
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]