Fara í innihald

Vindheimamelar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vindheimamelar er reiðsvæði á norðurenda Reykjatungu í Tungusveit í Skagafirði. Þeir eru í landi jarðarinnar Vindheima. Skammt norðan við enda melanna rís Skiphóll upp úr sléttlendi Vallhólmsins og hefur nafnið meðal annars verið skýrt þannig að lögun hans minni á skip á hvolfi. Vestan við melana rennur Svartá, sem breytir svo um nafn við enda Reykjatungu og kallast eftir það Húseyjarkvísl.

Hestamannafélögin Stígandi og Léttfeti gerðu skeiðvöll á melunum árið 1969 en áður höfðu hestamannamót verið haldin á Vallabökkum í Vallhólmi. Síðan hefur verið byggð upp góð aðstaða til mótahalds og þar eru haldin fjórðungsmót og landsmót hestamanna, auk héraðsmóta.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.