Sullaveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sullaveiki (echinococcosis) er sjúkdómur sem segja má að útrýmt hafi verið á Íslandi en getur í sjálfu sér ætíð komið upp þar sem bandormurinn sem honum veldur er vitaskuld enn á meðal vor og ef ekki er gætt eðlilegs hreinlætis gæti hann komið upp. Var á árum áður þó nokkuð algengur hér á landi og ýmsir nafnkunnir menn urðu fyrir honum og létust af völdum hans.

Líklega má kalla sullaveiki smitsjúkdóm þótt um fremur stóra "smitveru" sé að ræða, það er sullaveikibandormana ígulbandorm og sullafársbandorm.

Egg bandormsins er einkum að finna í hundaskít og bárust eggin þaðan, með vitaskuld ýmsum krókaleiðum niður í meltingarfarveg manna (og búfénaðar) þar sem magasýrur gera ekki út af við eggin og klekjast þau í magasafanum. Frá þörmunum borar ormurinn sig út og kemst í blóðrásina og þaðan getur hann komist til ýmissa vefja en tekur einkum bólfestu í lifrinni en getur einnig farið til lungna, nýrna og heila.

Þar sem ormurinn sest að myndar hann vökvafylltar blöðrur sem kallaðar voru sullur og af því dregur meinsemdin nafn sitt.

Til dæmis lést úr sjúkdóm þessum Halldóra Þorsteinsdóttir eiginkona Tryggva Gunnarssonar.